Innlent

Helmingur lýtalækna svaraði ekki

Einungis einn lýtalæknir af tólf hefur sent landlækni svar á pappírsformi vegna brjóstastækkana.
Einungis einn lýtalæknir af tólf hefur sent landlækni svar á pappírsformi vegna brjóstastækkana. Nordicphotos/afp

Helmingur þeirra lýtalækna sem landlæknisembættið krafði upplýsinga um brjóstastækkanir hefur ekki svarað formlega. Frestur til svara rann út 13. janúar síðastliðinn.



Alls fengu tólf lýtalæknar sem vinna á stofu bréf 5. janúar síðastliðinn. Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu hefur aðeins einn af þeim skilað inn gögnum á pappírsformi, fimm hafa svarað formlega og fjórir óskað eftir lengri fresti fresti. Þess var óskað meðal annars vegna veru þeirra erlendis. Sex læknar hafa ekki svarað formlega.



Læknafélag Íslands sendi bréf vegna málsins og barst það landlæknisembættinu 16. janúar. Þar er óskað eftir fundi með landlækni til að ræða málið og var það gert að beiðni Félags lýtalækna. Fundað verður eftir helgi.



Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu var óskað eftir upplýsingunum um brjóstastækkanirnar til að öðlast yfirsýn yfir brjóstafyllingamálið og geta lagt mat á tíðni leka og annarra þátta hjá öllum fyllingum.



Er þetta sambærileg vinna og aðrar þjóðir í Evrópu eru að gera vegna PIP-brjóstafyllinganna. - sv



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×