Grænt ljós á búfjárrækt í Skutulsfirði 19. janúar 2012 08:45 Þrjár ær og fjögur lömb voru höfð á beit í sumar. Þeim var slátrað í haust og díoxín mælt. fréttablaðið/jse Beitartilraun í nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa í Skutulsfirði sýnir að svæðið hentar aftur til búfjárhalds. Matvælastofnun ætlar að aflétta banni á nýtingu fóðurs. Bóndinn í Efri-Engidal segir það litlu breyta og leitar réttar síns. Niðurstaða beitartilraunar Matvælastofnunar í Engidal í Skutulsfirði vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa er að svæðið henti nú aftur til fjárbúskapar og annars búfjárhalds. Ráðlegt er þó talið að vakta afurðir fyrst um sinn, sérstaklega er varðar kýr og hross. Matvælastofnun (MAST) skipaði fyrir ári sérfræðihóp til að meta áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Skutulsfirði. Hópurinn skilaði skýrslu í vor þar sem lagt var til að gerð yrði beitartilraun til að ganga úr skugga um hvort gripir sem þar ganga tækju upp díoxín úr gróðri á svæðinu. Þrjár ær og fjögur lömb voru á beit í sérstöku hólfi í landi Kirkjubóls í Engidal. Þeim var slátrað í haust til efnagreiningar og sýnatöku. Þess má geta að Umhverfisstofnun hafði fyrr gefið út að jarðvegur á svæðinu væri hættulaus, og höfðu bæjaryfirvöld á Ísafirði gert athugasemdir vegna þess að stofnanirnar væru tvísaga um hvort landið væri nýtanlegt. Niðurstaða beitartilraunarinnar er að þó að mengun sé enn til staðar, er ekki talið tilefni til að ætla að sauðfé taki lengur upp mikið magn díoxíns í gegnum beitina á svæðinu. Gert er ráð fyrir að áfram dragi úr mengun, en sorpbrennslustöðin er ekki lengur í rekstri. Steingrímur Jónsson, bóndi á Efri-Engidal í Skutulsfirði, fór illa út úr díoxínmengun frá Funa. Hann felldi allan sinn bústofn: 80 kindur og 19 nautgripi. Eins var 200 kindum fargað frá öðrum bændum í dalnum. Steingrímur segir að niðurstöður úr beitartilraun breyti litlu fyrir sig. Hann leiti réttar síns með aðstoð lögmanns. Steingrímur bendir á, að þrátt fyrir að niðurstöðurnar segi að fóðra megi skepnurnar þá sé nýr bústofn eins og hann átti fyrir ekki galdraður fram, enda myndi það kosta fimm til átta milljónir að kaupa hann aftur. Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir niðurstöðuna þá bestu úr því sem komið var í vondri stöðu. Banni til framleiðslu og sölu afurða sé aflétt. „Það þarf samt eitthvað að fylgjast með þessu. Díoxín mælist aðeins hærra en í landinu almennt en þau eru undir öllum viðmiðunargildum." Hæsta gildið sem mældist í beitartilrauninni var 60% af aðgerðarmörkum, en fari matvæli yfir þau mörk, ber að leita uppsprettu og draga úr losun út í umhverfið. „Ég held að þetta sé mjög góð niðurstaða fyrir búskap á þessu svæði," segir Kjartan. svavar@frettabladid.is Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Beitartilraun í nágrenni við sorpbrennslustöðina Funa í Skutulsfirði sýnir að svæðið hentar aftur til búfjárhalds. Matvælastofnun ætlar að aflétta banni á nýtingu fóðurs. Bóndinn í Efri-Engidal segir það litlu breyta og leitar réttar síns. Niðurstaða beitartilraunar Matvælastofnunar í Engidal í Skutulsfirði vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa er að svæðið henti nú aftur til fjárbúskapar og annars búfjárhalds. Ráðlegt er þó talið að vakta afurðir fyrst um sinn, sérstaklega er varðar kýr og hross. Matvælastofnun (MAST) skipaði fyrir ári sérfræðihóp til að meta áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Skutulsfirði. Hópurinn skilaði skýrslu í vor þar sem lagt var til að gerð yrði beitartilraun til að ganga úr skugga um hvort gripir sem þar ganga tækju upp díoxín úr gróðri á svæðinu. Þrjár ær og fjögur lömb voru á beit í sérstöku hólfi í landi Kirkjubóls í Engidal. Þeim var slátrað í haust til efnagreiningar og sýnatöku. Þess má geta að Umhverfisstofnun hafði fyrr gefið út að jarðvegur á svæðinu væri hættulaus, og höfðu bæjaryfirvöld á Ísafirði gert athugasemdir vegna þess að stofnanirnar væru tvísaga um hvort landið væri nýtanlegt. Niðurstaða beitartilraunarinnar er að þó að mengun sé enn til staðar, er ekki talið tilefni til að ætla að sauðfé taki lengur upp mikið magn díoxíns í gegnum beitina á svæðinu. Gert er ráð fyrir að áfram dragi úr mengun, en sorpbrennslustöðin er ekki lengur í rekstri. Steingrímur Jónsson, bóndi á Efri-Engidal í Skutulsfirði, fór illa út úr díoxínmengun frá Funa. Hann felldi allan sinn bústofn: 80 kindur og 19 nautgripi. Eins var 200 kindum fargað frá öðrum bændum í dalnum. Steingrímur segir að niðurstöður úr beitartilraun breyti litlu fyrir sig. Hann leiti réttar síns með aðstoð lögmanns. Steingrímur bendir á, að þrátt fyrir að niðurstöðurnar segi að fóðra megi skepnurnar þá sé nýr bústofn eins og hann átti fyrir ekki galdraður fram, enda myndi það kosta fimm til átta milljónir að kaupa hann aftur. Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir niðurstöðuna þá bestu úr því sem komið var í vondri stöðu. Banni til framleiðslu og sölu afurða sé aflétt. „Það þarf samt eitthvað að fylgjast með þessu. Díoxín mælist aðeins hærra en í landinu almennt en þau eru undir öllum viðmiðunargildum." Hæsta gildið sem mældist í beitartilrauninni var 60% af aðgerðarmörkum, en fari matvæli yfir þau mörk, ber að leita uppsprettu og draga úr losun út í umhverfið. „Ég held að þetta sé mjög góð niðurstaða fyrir búskap á þessu svæði," segir Kjartan. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira