Ótrúlegar trúartengdar tilviljanir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2012 07:00 John 3:16 er uppáhaldstilvitnun Tebow í biblíuna. Þegar hann birti þessa tilvitnun á andlitinu fyrir tveim árum slógu 92 milljónir manna hana inn á Google. Nordic Photos / Getty Images Uppgangur trúboðans og leikstjórnandans Tim Tebow hjá Denver Broncos er lyginni líkastur. Tebow framkvæmdi enn eitt kraftaverkið um helgina og er enginn skortur á trúartengdum tilviljunum eftir þennan ótrúlega leik hjá manninum sem byrjað er að kalla Messías. Uppáhaldstilvitnun Tebow í biblíuna er: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Þessa línu má finna í Jóhannesguðspjalli 3:16 eða John 3:16 á ensku. Í leiknum helgina má heldur betur finna tengingar við þessa uppáhaldstilvitnun Tebow. Hann kastaði boltanum samtals 316 jarda og var með 31,6 jarda að meðaltali í hverju kasti. Þegar Steelers var á 3 tilraun og 16 metrar eftir kastaði leikstjórnandi liðsins boltanum í hendur Broncos. Broncos var síðan með 316,6 jarda að meðaltali í leik í vetur. Þegar leikurinn stóð sem hæst var sjónvarps „rating" í Bandaríkjunum 31,6. Þess utan var maðurinn sem greip sigursendingu Tebow í leiknum fæddur á jóladag. Þessar tilviljanir þykja með hreinum ólíkindum og einhverjir spyrja sig að því hvort þetta séu í raun og veru tilviljanir. Leikstjórnandinn ungi, sem er alinn upp af trúboðum, hefur snert líf margra í vetur og heimurinn bíður spenntur eftir því hvort annað kraftaverk sé í vændum um næstu helgi. Þá sækir Broncos lið New England Patriots heim. NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira
Uppgangur trúboðans og leikstjórnandans Tim Tebow hjá Denver Broncos er lyginni líkastur. Tebow framkvæmdi enn eitt kraftaverkið um helgina og er enginn skortur á trúartengdum tilviljunum eftir þennan ótrúlega leik hjá manninum sem byrjað er að kalla Messías. Uppáhaldstilvitnun Tebow í biblíuna er: „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf." Þessa línu má finna í Jóhannesguðspjalli 3:16 eða John 3:16 á ensku. Í leiknum helgina má heldur betur finna tengingar við þessa uppáhaldstilvitnun Tebow. Hann kastaði boltanum samtals 316 jarda og var með 31,6 jarda að meðaltali í hverju kasti. Þegar Steelers var á 3 tilraun og 16 metrar eftir kastaði leikstjórnandi liðsins boltanum í hendur Broncos. Broncos var síðan með 316,6 jarda að meðaltali í leik í vetur. Þegar leikurinn stóð sem hæst var sjónvarps „rating" í Bandaríkjunum 31,6. Þess utan var maðurinn sem greip sigursendingu Tebow í leiknum fæddur á jóladag. Þessar tilviljanir þykja með hreinum ólíkindum og einhverjir spyrja sig að því hvort þetta séu í raun og veru tilviljanir. Leikstjórnandinn ungi, sem er alinn upp af trúboðum, hefur snert líf margra í vetur og heimurinn bíður spenntur eftir því hvort annað kraftaverk sé í vændum um næstu helgi. Þá sækir Broncos lið New England Patriots heim.
NFL Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Sjá meira