Innlent

Kate Winslet kom við á Íslandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kate Winslet var á Íslandi.
Kate Winslet var á Íslandi.
Stórleikkonan Kate Winslet var á Íslandi í nokkra daga í síðustu viku, samkvæmt heimildum Vísis. Fréttastofa RÚV segir að hún hafi meðal annars gengið á Hvannadalshnjúk. Winslet hefur verið í miklum samskiptum við Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðamann og Margréti Dagmar Ericsdóttur eftir að leikkonan var fengin til þess að tala inn á myndina Sólskinsdrengur sem fjallar um Kela, dreng með einhverfu.

Winslet fer víða þessa dagana því að um þessar mundir eru 100 ár síðan að Titanic sökk, en Winslet lék í mynd sem gerir þeim atburðum skil á ítarlegan hátt. Hún er nú að kynna 3D útgáfu af myndinni sem er nýkomin í kvikmyndahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×