Styrkja þarf samkeppnissjóði 12. maí 2012 09:30 Ari Kristinn Jónsson Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík segir samkeppnissjóði á Íslandi vera allt of litla. „Okkar skoðun er að samkeppnissjóði beri að styrkja,“ segir hann. „Þeir gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki við útdeilingu fjármagns til vísindarannsókna.“ Hópur vísindamanna afhenti á miðvikudag menntamálaráðherra undirskriftalista 544 vísinda- og fræðimanna til stuðnings samkeppnissjóðum á vegum hins opinbera. Í áskoruninni er bent á að skortur á fé og léleg stjórn á því til hverra féð er veitt hafi áhrif á vísindastörf á Íslandi. Samkeppnissjóðir gangi út á að bestu verkefnin séu valin. Þeir verði jafnframt að gæta jafnræðis svo ný verkefni fái styrki. „Erlendis er mikill skilningur á þessu hlutverki sjóðanna,“ segir Ari. Tvennt valdi því að sjóðirnir séu ekki eins öflugir hér. „Annars vegar er fjármögnun háskóla hér mjög lág á alþjóðlegum mælikvarða. Hins vegar rennur stór hluti fjárveitinga ríkisins til vísindarannsókna beint til stofnana.“ Ari Kristinn leggur til millileið í fjárveitingu til stofnana og vill árangurstengja framlögin. „Hlutlaus aðili fylgdist með árangri vísindastofnana og til mats hans væri horft þegar ákveðið væri hvert fjármunir ættu að fara. Besta kerfið væri ef einhver hluti stofnanaframlags væri fastur, hluti framlagsins tengdur árangri og stór hluti í samkeppnissjóði,“ segir Ari Kristinn.- bþh Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík segir samkeppnissjóði á Íslandi vera allt of litla. „Okkar skoðun er að samkeppnissjóði beri að styrkja,“ segir hann. „Þeir gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki við útdeilingu fjármagns til vísindarannsókna.“ Hópur vísindamanna afhenti á miðvikudag menntamálaráðherra undirskriftalista 544 vísinda- og fræðimanna til stuðnings samkeppnissjóðum á vegum hins opinbera. Í áskoruninni er bent á að skortur á fé og léleg stjórn á því til hverra féð er veitt hafi áhrif á vísindastörf á Íslandi. Samkeppnissjóðir gangi út á að bestu verkefnin séu valin. Þeir verði jafnframt að gæta jafnræðis svo ný verkefni fái styrki. „Erlendis er mikill skilningur á þessu hlutverki sjóðanna,“ segir Ari. Tvennt valdi því að sjóðirnir séu ekki eins öflugir hér. „Annars vegar er fjármögnun háskóla hér mjög lág á alþjóðlegum mælikvarða. Hins vegar rennur stór hluti fjárveitinga ríkisins til vísindarannsókna beint til stofnana.“ Ari Kristinn leggur til millileið í fjárveitingu til stofnana og vill árangurstengja framlögin. „Hlutlaus aðili fylgdist með árangri vísindastofnana og til mats hans væri horft þegar ákveðið væri hvert fjármunir ættu að fara. Besta kerfið væri ef einhver hluti stofnanaframlags væri fastur, hluti framlagsins tengdur árangri og stór hluti í samkeppnissjóði,“ segir Ari Kristinn.- bþh
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira