Enski boltinn

Enn tapar Liverpool

Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag.
Liverpool tapaði sínum þriðja heimaleik í vetur er Roy Hodgson snéri aftur á Anfield með lið WBA. Lokatölur 0-1. Liverpool er búið að tapa alls tólf leikjum í deildinni í vetur.

Það var Peter Odemwingie sem skoraði eina mark leiksins eftir hörmuleg mistök Glen Johnson. Hann var að dóla með boltann á kantinum, leikmenn WBA hrifsuðu knöttinn af honum og Odemwingie skoraði örugglega.

Eins og svo oft áður voru leikmenn Liverpool sjálfum sér verstir og nýttu ekki færin sem þeir fengu.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×