Hæstiréttur dæmdi í dag fjóra menn fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni frá Danmörku í febrúar 2010.
Sá sem fékk þyngsta dóminn, Andri Þór Eyjólfsson, var dæmdur í þriggja ára fangelsi. Hafþór Logi Hlynsson var dæmdur í 2 1/2 ár, og aðrir tveir voru dæmdir í átján mánaða fangelsi og fimmtán mánaða fangelsi.
Fíkniefnin voru flutt inn í plastrenningum í ferðatöskum.
Kókaínmaður í þriggja ára fangelsi

Tengdar fréttir

Þvingaður til að flytja efnið inn
Þrír menn hafa verið dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir smygl á tæpu kílói af mjög hreinu kókaíni. Þá var maður á áttræðisaldri dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að flytja efnið til landsins.

Eldri borgari segist hafa verið þvingaður til fíkniefnainnflutnings
Þrír karlmenn voru dæmdir í þriggja og tveggja ára fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sá sem hlaut þyngsta dóminn heitir Andri Þór Eyjólfsson fæddur 1987.

Umfangsmikið kókaín- og steramál frestast þar sem tveir ákærðu eru látnir
Einn ákærðu hlaut þrjátíu mánaða dóm fyrir innflutning á kókaíni fyrir tæpum fimm árum. Hann er nú sakaður um að skipuleggja innflutning á rúmlega fjórum kílóum af kókaíni.