Fótbolti

Hulk semur við Zenit

Brasilíumaðurinn eftirsótti hjá Porto, Hulk, varð vellauðugur maður í dag er hann skrifaði undir fimm ára samning við rússneska félagið Zenit St. Petersburg.

Hulk hefur verið undir smásjá margra bestu liða Evrópu en hann virðist hafa valið peningana í Rússlandi.

Hermt er að kaupverðið sé í kringum 40 milljónir punda og mun hann hækka töluvert í launum að því er sagt er.

Hinn 26 ára gamli Hulk hefur verið frábær hjá Porto síðan hann kom til félagsins árið 2008 frá Tokyo Verde.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×