Útreikningar gengislána í uppnámi 15. febrúar 2012 19:02 Útreikningar á tugum þúsunda ólöglegra gengislána eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur dæmdi nú síðdegis að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á lán hjóna hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Mikill sigur, segir Formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem ásamt talsmanni neytenda furðar sig á klúðri alþingis við lagasetningu um endurútreikninga. Enn flækist saga gengislánanna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag: Frjálsa fjárfestingarbankanum var óheimilt að reikna afturvirka seðlabankavexti á ólögmætt gengistryggt lán hjóna - en það gerði hann í samræmi við breytingu á vaxtalögum sem alþingi samþykkti í desember 2010. Lögin stríða gegn stjórnarskrá samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Þær greiðslur sem fólk innti af hendi áður en lánin voru dæmd ólögleg hafi jafngilt fullnaðarkvittunum. Andrea J. Ólafsdóttir fagnar dóminum. „Þetta þýðir að það verður að taka upp öll gengistryggð lán og endurreikna á nýjan leik í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið fram. Þ.e.a.s. lögin eru ekki afturvirk, það er ekki hægt að reikna vexti aftur í tímann fyrir lagasetningu í desember 2010. Þannig að fram að þeim tíma gilda þeir vextir sem voru á láninu, eftir þann tíma er hægt að reikna með óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands." Dómur klofnaði í afstöðu sinni, en þrír skiluðu saman séráliti. „En það sem er merkilegast," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, „í þessu máli er kannski að allir dómararnir sjö eru sammála um að lög nr. 151/2010 um endurreikning lána standist ekki stjórnarskrána." „Það er alveg með ólíkindum að svona mörgum alþingismönnum hafi dottið í hug að hægt væri að setja lög aftur í tímann," segir Andrea og telur það stórkostlegt klúður hjá Alþingi Íslendinga. Gísli tekur undir og segir að alþingi hafi hlaupið á sig við þessa lagasetningu. Ragnar Hall, lögmaður hjónanna er erlendis, og fagnaði dóminum í símaviðtali síðdegis. Hann segir alveg klárt að dómurinn sé fordæmisgefandi. Þá telur Gísli að hafi menn misst heimili sín á uppboði vegna þessara útreikninga á gengislánum sem Hæstiréttur hefur nú úrskurðað ólöglega að þá gæti verið að bankar reynist bótaskyldir vegna tjónsins sem þeir hafi bakað lántakendum. „Þetta er náttúrulega gríðarlegur léttir," segir Andrea, „fyrir þúsundir heimila landsins. Mikill sigur. Þetta er góður dagur." Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Útreikningar á tugum þúsunda ólöglegra gengislána eru í uppnámi eftir að Hæstiréttur dæmdi nú síðdegis að óheimilt hafi verið að reikna seðlabankavexti afturvirkt á lán hjóna hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Mikill sigur, segir Formaður hagsmunasamtaka heimilanna sem ásamt talsmanni neytenda furðar sig á klúðri alþingis við lagasetningu um endurútreikninga. Enn flækist saga gengislánanna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag: Frjálsa fjárfestingarbankanum var óheimilt að reikna afturvirka seðlabankavexti á ólögmætt gengistryggt lán hjóna - en það gerði hann í samræmi við breytingu á vaxtalögum sem alþingi samþykkti í desember 2010. Lögin stríða gegn stjórnarskrá samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Þær greiðslur sem fólk innti af hendi áður en lánin voru dæmd ólögleg hafi jafngilt fullnaðarkvittunum. Andrea J. Ólafsdóttir fagnar dóminum. „Þetta þýðir að það verður að taka upp öll gengistryggð lán og endurreikna á nýjan leik í samræmi við það sem við höfum alltaf haldið fram. Þ.e.a.s. lögin eru ekki afturvirk, það er ekki hægt að reikna vexti aftur í tímann fyrir lagasetningu í desember 2010. Þannig að fram að þeim tíma gilda þeir vextir sem voru á láninu, eftir þann tíma er hægt að reikna með óverðtryggðum vöxtum Seðlabanka Íslands." Dómur klofnaði í afstöðu sinni, en þrír skiluðu saman séráliti. „En það sem er merkilegast," segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, „í þessu máli er kannski að allir dómararnir sjö eru sammála um að lög nr. 151/2010 um endurreikning lána standist ekki stjórnarskrána." „Það er alveg með ólíkindum að svona mörgum alþingismönnum hafi dottið í hug að hægt væri að setja lög aftur í tímann," segir Andrea og telur það stórkostlegt klúður hjá Alþingi Íslendinga. Gísli tekur undir og segir að alþingi hafi hlaupið á sig við þessa lagasetningu. Ragnar Hall, lögmaður hjónanna er erlendis, og fagnaði dóminum í símaviðtali síðdegis. Hann segir alveg klárt að dómurinn sé fordæmisgefandi. Þá telur Gísli að hafi menn misst heimili sín á uppboði vegna þessara útreikninga á gengislánum sem Hæstiréttur hefur nú úrskurðað ólöglega að þá gæti verið að bankar reynist bótaskyldir vegna tjónsins sem þeir hafi bakað lántakendum. „Þetta er náttúrulega gríðarlegur léttir," segir Andrea, „fyrir þúsundir heimila landsins. Mikill sigur. Þetta er góður dagur."
Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira