Fótbolti

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Ante Kulusic, leikmaður Genclerbirligi í Tyrklandi, er aldrei þessu vant í fjölmiðlum. Ástæðan er algjörlega ótrúlegt sjálfsmark sem hann skoraði.

Kulusic ætlaði að gefa boltann til baka á markvörðinn frá miðju en hafði ekki fyrir því að líta upp áður en hann sparkaði.

Ef hann hefði gert það hefði hann séð að markvörðurinn var ekki þar sem hann hélt.

Útkoman stórskemmtileg engu að síður og hana má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×