Spáðu mikið í framtíðina 9. febrúar 2012 20:30 Silfurgata 5. Nú stendur til að opna gistihús í Norska bakaríinu á Ísafirði og komu munirnir í ljós þegar veggir á efri hæð hússins voru brotnir niður. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson „Þetta kom mér ekki á óvart. Þeir bræðurnir voru mjög þenkjandi og spáðu mikið í framtíðina. Flöskuskeyti inni í vegg er alveg eftir þeim," segir Friðrik Bergsveinsson, sonur Bergsveins Guðmundssonar, smiðs frá Ísafirði. „Ég var rosalega hrifinn þegar ég frétti af þessu." Faðir Friðriks, Bergsveinn Guðmundsson, og Kristján bróðir hans skildu eftir bréf í glerflösku milli þilja í húsi á Ísafirði árið 1927 þegar þeir voru að gera upp íbúð fyrir móður sína og bróður. Kristján lést árið 1952 og Bergsveinn árið 1988. Friðrik segir bræðurna hafa verið mikla spekinga. Þeir hafi sennilega viljað skilja eitthvað eftir sig þegar þeir stóðu í framkvæmdum við húsið. „Ég þekki þessar hugmyndir pabba vel," segir hann. „Hann var svo mikið fyrir að segja frá hvernig fjölskyldan komst af á þessum tímum." Bréfið fannst vel varðveitt í glerflösku á dögunum þegar veggur á efri hæð hússins, sem stendur við Silfurgötu 5 og gengur undir heitinu Norska bakaríið, var rifinn niður vegna endurbóta. Það kom þá í ljós ásamt öðrum munum sem bræðurnir skildu eftir. Greint var frá fundinum á vef Bæjarins besta.Meðal þess sem fannst milli þilja í húsinu var bréf, lykill, tindátar, gafall, tindátar, armbönd, máluð tréklemma og trétappi.Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, segir fundi sem þessa gerast einstaka sinnum. „Ég man eftir svipuðu máli á Flateyri og í öðru húsi á Ísafirði," segir hún. „Svona löguðu fylgja mikil menningarsöguleg verðmæti. Þetta er dálítið eins og að spjalla við einhvern úr fortíðinni." Guðfinna segir bréfið hafa verið ritað við upphaf mjög erfiðra tíma. Atvinnu- og aflaleysi átti fyrst eftir að skella á landinu fyrir alvöru nokkrum árum síðar. "kærar kveðjur, þjer óþektu smiðir“Bréf bræðranna.Mynd/Halldór Sveinbjörnsson„Íbúð þessi er gerð af okkur bræðrum, Bergsveini Guðmundssyni trjesmið og Kristjáni Guðmundssyni verksmiðjustj. á tímabilinu febr. – apríl árið 1927. Eigendur þessa húss eru nú: Helgi Guðmundsson bakari bróðir okkar og Árni J. Árnason. Keyptu þeir húsið af h/f Hinar sameinuðu ísl. verslanir sumarið 1926. Þar áður átti eignina Á. Ásgeirsson verslun um langt skeið. Fjekk hún hana af norskum manni, Soli, er ljet byggja húsið og stofnaði bakaríið. Efri hæðin af þessari álmu hússins er þó byggð síðar, nokkru fyrir aldamót af Jóakim Jóakimssyni trjesm. Hefur það rúm verið notað fyrir geymslu þar til nú. Þessi íbúð er ætluð móður okkar, Kristínu Friðriksdóttur, og okkur. Það er allra ætlan, að aldrei áður hafi atvinnuleysi og fjárskortur þrengt svo kosti íbúa þessa bæjar sem nú. Við óskum og vonum að þegar þetta blað kemur næst fyrir mannaaugu verið ástandið betra og horfurnar glæsilegri. Við sendum yður kærar kveðjur, þjer óþektu smiðir sem að rífið þetta hús, og gagnið þannig lögmáli þróunarinnar: Að bylta og byggja betur á ný. Vinsamlegast Ísafirði 3. apríl 1927 Bergsv. Guðmundss. Kr. Guðmundsson."Birt á vef Bæjarins besta þann 7. febrúar 2012 sunna@frettabladid.is Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
„Þetta kom mér ekki á óvart. Þeir bræðurnir voru mjög þenkjandi og spáðu mikið í framtíðina. Flöskuskeyti inni í vegg er alveg eftir þeim," segir Friðrik Bergsveinsson, sonur Bergsveins Guðmundssonar, smiðs frá Ísafirði. „Ég var rosalega hrifinn þegar ég frétti af þessu." Faðir Friðriks, Bergsveinn Guðmundsson, og Kristján bróðir hans skildu eftir bréf í glerflösku milli þilja í húsi á Ísafirði árið 1927 þegar þeir voru að gera upp íbúð fyrir móður sína og bróður. Kristján lést árið 1952 og Bergsveinn árið 1988. Friðrik segir bræðurna hafa verið mikla spekinga. Þeir hafi sennilega viljað skilja eitthvað eftir sig þegar þeir stóðu í framkvæmdum við húsið. „Ég þekki þessar hugmyndir pabba vel," segir hann. „Hann var svo mikið fyrir að segja frá hvernig fjölskyldan komst af á þessum tímum." Bréfið fannst vel varðveitt í glerflösku á dögunum þegar veggur á efri hæð hússins, sem stendur við Silfurgötu 5 og gengur undir heitinu Norska bakaríið, var rifinn niður vegna endurbóta. Það kom þá í ljós ásamt öðrum munum sem bræðurnir skildu eftir. Greint var frá fundinum á vef Bæjarins besta.Meðal þess sem fannst milli þilja í húsinu var bréf, lykill, tindátar, gafall, tindátar, armbönd, máluð tréklemma og trétappi.Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, sagnfræðingur og skjalavörður á Héraðsskjalasafninu á Ísafirði, segir fundi sem þessa gerast einstaka sinnum. „Ég man eftir svipuðu máli á Flateyri og í öðru húsi á Ísafirði," segir hún. „Svona löguðu fylgja mikil menningarsöguleg verðmæti. Þetta er dálítið eins og að spjalla við einhvern úr fortíðinni." Guðfinna segir bréfið hafa verið ritað við upphaf mjög erfiðra tíma. Atvinnu- og aflaleysi átti fyrst eftir að skella á landinu fyrir alvöru nokkrum árum síðar. "kærar kveðjur, þjer óþektu smiðir“Bréf bræðranna.Mynd/Halldór Sveinbjörnsson„Íbúð þessi er gerð af okkur bræðrum, Bergsveini Guðmundssyni trjesmið og Kristjáni Guðmundssyni verksmiðjustj. á tímabilinu febr. – apríl árið 1927. Eigendur þessa húss eru nú: Helgi Guðmundsson bakari bróðir okkar og Árni J. Árnason. Keyptu þeir húsið af h/f Hinar sameinuðu ísl. verslanir sumarið 1926. Þar áður átti eignina Á. Ásgeirsson verslun um langt skeið. Fjekk hún hana af norskum manni, Soli, er ljet byggja húsið og stofnaði bakaríið. Efri hæðin af þessari álmu hússins er þó byggð síðar, nokkru fyrir aldamót af Jóakim Jóakimssyni trjesm. Hefur það rúm verið notað fyrir geymslu þar til nú. Þessi íbúð er ætluð móður okkar, Kristínu Friðriksdóttur, og okkur. Það er allra ætlan, að aldrei áður hafi atvinnuleysi og fjárskortur þrengt svo kosti íbúa þessa bæjar sem nú. Við óskum og vonum að þegar þetta blað kemur næst fyrir mannaaugu verið ástandið betra og horfurnar glæsilegri. Við sendum yður kærar kveðjur, þjer óþektu smiðir sem að rífið þetta hús, og gagnið þannig lögmáli þróunarinnar: Að bylta og byggja betur á ný. Vinsamlegast Ísafirði 3. apríl 1927 Bergsv. Guðmundss. Kr. Guðmundsson."Birt á vef Bæjarins besta þann 7. febrúar 2012 sunna@frettabladid.is
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira