Innlent

Safnaráð fundar með breska gullkaupmanninum

Í tilefni af auglýsingu breska fyrirtækisins P&H Jewellers í Fréttablaðinu laugardaginn 4. febrúar sl. þar sem fólk er hvatt til að koma með gull og skartgripi til mats og mögulegrar sölu, hefur safnaráð komið á fundi með fulltrúa fyrirtækisins þar sem sérfræðingar á vegum ráðsins munu skoða þá skartgripi sem fyrirtækið hyggst flytja úr landi.

Í tilkynningu frá safnaráði segir að fundinum hafi verið komið á í ljósi ákvæða laga um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, en safnaráð sér um framkvæmd laganna. Ekki má flytja úr landi menningarverðmæti sem uppfylla skilyrði laganna, svo sem gripi eldri eldri en 100 ára, nema að til komi formlegt leyfi safnaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×