Kona í annarlegu ástandi réðst að öryggisverði í verslun 10-11 við Barónstíg á öðrum tímanum í nótt, þar sem hann hafði afskipti af henni vegna þjófnaðar.
Lögregla var kvödd á vettvang og handtók hún konuna, sem er nú vistuð í fagnageymslu. Öryggisvörðinn sakaði ekki.
Þá var önnur kona tekin úr umferð vegna ölvunaraksturs og sú þriðja vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna.
Karlmenn höfðu hinsvegar hægt um sig í nótt.
Kona réðist að öryggisverði í verslun 10-11

Mest lesið
Fleiri fréttir
