Fótbolti

AZ Alkmaar upp í annað sætið

Jóhann og félagar fögnuðu sex sinnum í kvöld.
Jóhann og félagar fögnuðu sex sinnum í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar unnu í kvöld öruggan 0-6 sigur á Den Haag.

Charlison Benshop skoraði þrennu, Jozy Altidore skoraði tvö og Maarten Martens eitt.

Jóhann Berg Guðmundsson lék síðustu 22 mínútur leiksins fyrir Alkmaar.

Alkmaar komst með sigrinum upp í annað sæti hollensku úrvalsdeildarinnar en liðið er með jafnmörg stig og PSV Eindhoven.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×