Íslendingar reykja meira gras en áður 29. nóvember 2012 08:00 Mynd/AFP Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi. Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi.
Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Margmenni kom saman á hungurgöngu Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira