Enski boltinn

Dalglish baðst líka afsökunar | United þakklátt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson og Kenny Dalglish takast í hendur í gær.
Alex Ferguson og Kenny Dalglish takast í hendur í gær. Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish hefur bæst í hóp með þeim Luis Suarez og Ian Ayre sem allir hafa beðist afsökunar á uppákomunni í leik Liverpool og Manchester United í gær.

Suarez strunsaði þá framhjá Patrice Evra þegar þeir áttu að takast í hendur fyrir leikinn. Dalglish sagði í viðtali eftir leik að hann hefði ekki vitað af því og reiddist spyrlinum þegar sá spurði hann nánar út í atvikið.

„Þegar ég fór í sjónvarpsviðtalið eftir leikinn hafði ég ekki séð það sem gerðist. En engu að síður þá var hegðun mín sæmandi stöðu minni sem knattspyrnustjóri Liverpool. Ég biðst afsökunar á því."

United tók afsakanabeiðnirnar til greina og þakkaði Liverpool fyrir. Sagði í yfirlýsingu frá félaginu að allir á Old Trafford væru reiðubúnir að ljúka þessu máli í eitt skipti fyrir öll.


Tengdar fréttir

Ferdinand: Ég missti alla virðingu fyrir Suarez

Rio Ferdinand segir að hann hafi neitað að taka í hönd Luis Suarez vegna þess að hann hafi misst alla virðingu fyrir honum. Manchester United vann Liverpool, 2-1, í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Suarez blekkti forráðamenn Liverpool

Ian Ayre, framkvæmdarstjóri Liverpool, segir að Luis Suarez hafi blekkt félagið með því að segja að hann myndi taka í hönd Patrice Evra fyrir leik liðsins gegn Manchester United í gær.

Suarez: Ekki allt sem sýnist

Luis Suarez segist vera vonsvikinn eftir tap sinna manna í Liverpool gegn Manchester United í dag. Úrslitin hafa þó fallið í skuggann á máli hans og Patrice Evra.

Suarez baðst afsökunar

Luis Suarez, leikmaður Liverpool, hefur beðist afsökunar fyrir að taka ekki í hönd Patrice Evra, fyrirliða Manchester United, fyrir leik liðanna í gær.

Suarez strunsaði framhjá Evra

Luis Suarez tók ekki í hönd Patrice Evra þegar leikmenn Manchester United og Liverpool heilsuðust fyrir leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ferguson: Suarez er Liverpool til skammar

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði eftir 2-1 sigur sinna manna á Liverpool í dag að Luis Suarez hefði verið sínu félagi til skammar og að hann ætti ekki að fá að spila fyrir liðið aftur.

Rooney með tvö í sigri United á Liverpool

Manchester United vann sanngjarnan 2-1 sigur á Liverpool í stórslag helgarinar í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði bæði mörk United í upphafi seinni hálfleiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×