Enski boltinn

Ferdinand: Ég missti alla virðingu fyrir Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand og Luis Suarez.
Rio Ferdinand og Luis Suarez. Nordic Photos / Getty Images
Rio Ferdinand segir að hann hafi neitað að taka í hönd Luis Suarez vegna þess að hann hafi misst alla virðingu fyrir honum. Manchester United vann Liverpool, 2-1, í hádegisleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Svo virtist sem að Suarez hafi neitað að taka í hönd Evra og við það var Ferdinand ósáttur.

„Mér fannst þetta vond ákvörðun hjá honum," sagði Ferdinand eftir leikinn. „Þetta er viðkvæmt mál og það hefði verið hægt að ljúka því á betri máta með handbandi."

„Þegar ég sá hvað gerðist ákvað ég að taka ekki í höndina hans. Hann verður að gera sér grein fyrir að hann gerði mistök og biðjast afsökunar á því. Ég missti alla virðingu fyrir honum eftir þetta."

„Það er ýmislegt sem á sér stað innan og utan vallarins. En úrslitin skiptu mestu máli," sagði Ferdinand.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×