Fótbolti

Hentu hækjum í leikmenn

Stuðningsmenn Racing Club eru allt annað en sáttir við leikmenn liðsins og létu óánægju sína í ljós með því að kasta hækjum í þá á síðasta leik liðsins.

Liðið tapaði 4-1 fyrir erkifjendunum í Independiente og í kjölfarið hætti þjálfarinn og svo var einn leikmaður liðsins lánaður en hann hafði verið að skjóta á liðsfélaga sína með paintball-byssu í klefanum.

"Viðbrögð stuðningsmannanna eru eðlileg en þeir munu vonandi halda áfram að styðja okkur samt," sagði hinn nýráðni þjálfari liðsins, Luis Zubeldia.

Hægt er að sjá atvikið á myndbandinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×