Guðfríður sakar forsætisráðherra um hótanir Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2012 12:04 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir færði rök fyrir ákvörðun sína í gær. „Svo virðist sem lærdómurinn sem margir hafa kosið að draga af hruninu sé í besta falli að skapa ný formerki fyrir sömu vinnubrögðin," sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, þegar hún rökstuddi þá ákvörðun sína í gær að greiða atkvæði gegn tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málshöfðun Alþingis gegn Geir Haarde niður. Guðfríður talaði um að menn þyrftu að gera upp hrunið og ástunda ný vinnubrögð. Það yrði ekki gert með því að ákæra einn mann. „Menn tala um siðbót en stunda siðleysi. Við höfum litlu sem engu breytt sem varðar vinnubrögð okkar og nálgun á hin pólitísku viðfangsefni. „Hvað skyldu ákærendur hér á Alþingi segja um okkar eigin vinnubrögð, skyldu þau standast skoðun?" spurði Guðfríður. Hún sagðist telja að vinnubrögð Alþingis í dag stæðust enga skoðun „Ég sé ekki í verki lærdóm okkar af hruninu!" Og Guðfríður sakaði suma þá um hræsni sem vildu halda málshöfðuninni gegn Geir til streitu. „Þegar horft er til þess að ráðherra í núverandi ríkissstjórn sem jafnframt var ráðherra í hrunstjórninni berst með hótunum fyrir því að koma í veg fyrir að þessi tillaga fái eðlilega þinglega meðferð. Það er eins og allt sé nú gleymt og ég spyr: Er það rétt að þurrka út úr sögulegri vitund okkar að núverandi forsætisráðherra sat í ráðherranefnd um ríkisfjármál í ríkisstjórn Geirs Haarde í aðdraganda hrunsins, á þeim tíma sem ákært er fyrir?" Þá benti Guðfríður á að aðrir samráðherrar hrunstjórnarinnar væru í núverandi ríkisstjórn, enn aðrir í feitum embættum og við trúnaðarstörf bæði hér heima og erlendis í skjóli núverandi ríkisstjórnar. „Það er siðlaust að mínum mati að leiða einn mann fyrir dóm á meðan aðrir þeir sem hlut eiga að máli gera það gott, jafnvel í boði sjálfs ákæruvaldsins eða eru jafnvel ákæruvaldið sjálft," sagði Guðfríður Lilja á þingi í gær. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
„Svo virðist sem lærdómurinn sem margir hafa kosið að draga af hruninu sé í besta falli að skapa ný formerki fyrir sömu vinnubrögðin," sagði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG, þegar hún rökstuddi þá ákvörðun sína í gær að greiða atkvæði gegn tillögu um að vísa frá tillögu Bjarna Benediktssonar um að fella málshöfðun Alþingis gegn Geir Haarde niður. Guðfríður talaði um að menn þyrftu að gera upp hrunið og ástunda ný vinnubrögð. Það yrði ekki gert með því að ákæra einn mann. „Menn tala um siðbót en stunda siðleysi. Við höfum litlu sem engu breytt sem varðar vinnubrögð okkar og nálgun á hin pólitísku viðfangsefni. „Hvað skyldu ákærendur hér á Alþingi segja um okkar eigin vinnubrögð, skyldu þau standast skoðun?" spurði Guðfríður. Hún sagðist telja að vinnubrögð Alþingis í dag stæðust enga skoðun „Ég sé ekki í verki lærdóm okkar af hruninu!" Og Guðfríður sakaði suma þá um hræsni sem vildu halda málshöfðuninni gegn Geir til streitu. „Þegar horft er til þess að ráðherra í núverandi ríkissstjórn sem jafnframt var ráðherra í hrunstjórninni berst með hótunum fyrir því að koma í veg fyrir að þessi tillaga fái eðlilega þinglega meðferð. Það er eins og allt sé nú gleymt og ég spyr: Er það rétt að þurrka út úr sögulegri vitund okkar að núverandi forsætisráðherra sat í ráðherranefnd um ríkisfjármál í ríkisstjórn Geirs Haarde í aðdraganda hrunsins, á þeim tíma sem ákært er fyrir?" Þá benti Guðfríður á að aðrir samráðherrar hrunstjórnarinnar væru í núverandi ríkisstjórn, enn aðrir í feitum embættum og við trúnaðarstörf bæði hér heima og erlendis í skjóli núverandi ríkisstjórnar. „Það er siðlaust að mínum mati að leiða einn mann fyrir dóm á meðan aðrir þeir sem hlut eiga að máli gera það gott, jafnvel í boði sjálfs ákæruvaldsins eða eru jafnvel ákæruvaldið sjálft," sagði Guðfríður Lilja á þingi í gær.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira