Enski boltinn

Wigan skellti Man. Utd | Forskot United aðeins fimm stig

Toppbarátta ensku úrvalsdeildarinnar varð óvænt spennandi á ný í kvöld þegar Wigan gerði sér lítið fyrir og lagði Man. Utd, 1-0.

Það var Shaun Maloney sem skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks. Markið kom upp úr hornspyrnu sem aldrei átti að dæma. Mark var líka tekið af Wigan í fyrri hálfleik fyrir litlar sakir.

Leikmenn Man. Utd voru arfaslakir í kvöld og voru engan veginn tilbúnir í slaginn. Wigan yfirspilaði þá á löngum köflum.

United átti nokkra spretti undir lokin en skapaði sér ekki nógu góð færi og Wigan fagnaði sigrinum ógurlega undir lokin.

Forskot Man. Utd á toppnum er því aðeins fimm stig þar sem City vann öruggan sigur í sínum leik í kvöld.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×