Innlent

IBM þróar "snjall-gólf"

IBM sótti upphaflega um leyfið árið 2009.
IBM sótti upphaflega um leyfið árið 2009.
Tæknifyrirtækið IBM hefur tryggt sér einkaleyfi á hinu svokallaða „snjall-gólfi."Nýjungin þykir afar metnaðarfull og bindur fyrirtækið miklar vonir við hana.

IBM sótti upphaflega um leyfið árið 2009. Síðan þá hafa verkfræðingar fyrirtækisins unnið að fullmótun hugmyndarinnar og í síðustu viku var einkaleyfið loks gefið út.

„Snjall-gólfið" byggir á svipaðri tækni og venjulegur snertiskjár. Gólfið nemur hvert skref og vistar upplýsingar um þyngd, lögun fótar og jafnvel hjartslátt. Þannig þekkir gólfið hvern einasta fjölskyldumeðlim - jafnvel gæludýrin.

Möguleikar gólfsins eru margþættir. Til að mynda getur það kallað eftir aðstoð ef einhver fellur á það og haft samband við sjúkraliða ef þörf krefur.

mynd/IBM
Þá verður einnig hægt að nota gólfið sem öryggiskerfi. Það nemur óvelkomin spor og hringir í lögregluna.

Ekki er vitað hvenær „snjall-gólfið" fer í framleiðslu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×