Innlent

Mál Vítisenglanna tekið fyrir í dag

Fyrirtaka verður í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna sakamáls tengt Vítisenglunum. Þannig hafa fimm einstaklingar verið ákærðir fyrir að misþyrma konu á heimili sínu í Hafnarfirði í desember síðastliðnum.

Meðal hinna ákærðu er Einar „Boom" Marteinsson, sem þá var leiðtogi Hells Angels hér á landi.

Réttarhöldin eru lokuð þar sem einum þeim, sem réðust inn á heimili konunnar, er gefið að sök að hafa misþyrmt konunni meðal annars kynferðislega.

Einari er gefið að sök að hafa skipulagt árásina sem virðist eiga upptök sín í erjum á milli fórnarlambsins og svo annarrar konu sem réðist inn á heimilið ásamt öðrum árásarmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×