Innlent

Mikið annríki hjá slökkviliðinu á Ísafirði

Miðbær Ísafjarðar.
Miðbær Ísafjarðar.
Mikið annríki var hjá slökkviliði Ísafjarðarbæjar í dymbilvikunni samkvæmt fréttavef vestfirska fréttavefsins Bæjarins bestu.

Þannig þurfi slökkviliðið að sinna fjórtán sjúkraflutningum auk tveggja brunaútkalla. Að sögn slökkviliðsstjóra kviknaði í bát á smábátahöfninni, eldurinn var lítill og skemmdirnar nánast engar.

Hitt útkallið sem um ræðir var aðstoð slökkviliðsins við rokkhátíðina Aldrei fór ég suður, en slökkviliðið sá um að skola planið fyrir framan KNH-skemmuna áður en tónleikar þar hófust.

Þá hafði slökkviliðið einnig í nógu að snúast í sjúkraflutningum, en fjórtán slíkir áttu sér stað um páskahelgina og var megnið af þeim slysaflutningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×