Enski boltinn

Dramatískur leikur hjá Jones | Mörkin á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ástralski markvörðurinn Brad Jones minntist sonar síns þegar hann varði vítaspyrnu í 3-2 sigri Liverpool á Blackburn í ensku úrvalsdeildnni í gær.

Jones kom inn á sem varamaður eftir að vítaspyrna var dæmd á Doni í fyrri hálfleik. Doni fékk að líta rauða spjaldið en Jones kom inn á og varði vítaspyrnu Yakubu.

Benti hann þá til himins til minningar um son sinn, Luca, sem lést úr hvítblæði aðeins sex ára gamall. Jones og kærasta hans, Dani, eignuðust svo annan son í síðustu viku.

„Síðustu átján mánuðir hafa verið mjög erfiðir," sagði Jones eftir leikinn. „Þetta var fyrir hann og auðvitað fyrir stuðningsmennina líka. Þeir hafa veitt okkur mikinn stuðning. Kærasta mín eignaðist svo lítinn strák á dögunum og hefur því verið mikið um að vera hjá okkur."

Talið er líklegt að Jones verði í byrjunarliði Liverpool þegar að liðið mætir Everton í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Bæði Pepe Reina og áðurnefndur Doni verða í banni í leiknum.

„Ég hef nú ekki verið að pæla mikið í bikarleiknum. En þetta er mikilvægur leikur og ég verð að vera vel undirbúinn og einbeittur fyrir hann."

Samantekt úr leiknum má sjá hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×