Enski boltinn

Ferguson: Við vorum lélegir

Ferguson ekki hress í kvöld.
Ferguson ekki hress í kvöld.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var allt annað en sáttur við Phil Dowd dómara eftir tapið gegn Wigan í kvöld en viðurkenndi einnig að hans menn hefðu verið slakir.

United vildi fá víti er boltinn virtist fara í hönd Figueroa, leikmanns Wigan.

"Hann kom klárlega við boltann með hendinni. Það var auðvelt að sjá að þetta var klárt víti. Það er svekkjandi að fá ekki slíka dóma. Stundum falla þeir með manni og stundum ekki. Það jafnast út yfir tímabilið," sagði Ferguson.

"Hlutirnir féllu með okkur síðasta sunnudag og stundum er sagt að stóru liðin fái alla dómana. Við fengum ekkert í þessum leik. Phil Dowd átti slakan dag með flautuna og var aldrei í neinum takti við leikinn.

"Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að við vorum lélegir. Áttum aðeins eitt skot á markið og vorum alltaf skrefi á eftir.

"Það væri hentugra ef forskotið væri stærra en miðað við okkar stöðu fyrir nokkrum mánuðum þá sættum við okkur vel við það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×