Viðtökurnar verið framar vonum 13. september 2012 16:30 What Maisie Knew hefur fengið góða dóma en Eva María Daníels er einn framleiðandi myndarinnar. Hér sést hún við frumsýninguna í Toronto. Nordicphotos/getty „Toronto var frábær í ár og viðtökur áhorfenda við myndinni voru mjög góðar," segir framleiðandinn Eva María Daníels sem er nýkomin frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún var viðstödd frumsýningu myndarinnar What Maisie Knew. Eva María er einn af framleiðendum myndarinnar sem skartar Hollywood-stjörnunum Julianne Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Það er mikið af góðum myndum á hátíðinni og jákvæð og skemmtileg stemmning í borginni. Myndin var frumsýnd síðastliðið föstudagskvöld fyrir pakkfullan sal en myndin er í sérstökum World Premiere-flokki," segir Eva María en sérstakt frumsýningarpartý var haldið eftir á þar sem The Kills þeyttu skífum. What Maisie Knew hefur fengið góða dóma ytra. Kvikmyndaritið Variety og vefsíðan Screen Daily hafa lofað myndina í hástert. Myndin fjallar um ungu stúlkuna Maisie sem verður á milli í skilnaði foreldra sinna en nær að tengja við nýju maka þeirra sem sinna stúlkunni betur en foreldrarnir sjálfir. Samkvæmt gagnrýni Variety er What Maisie Knew talin eiga fullt erindi í kvikmyndahús. Bandaríski dreifingaraðilinn Millennium Entertainment hefur nú fest kaup á myndinni sem fer í almenna sýningu á næstu misserum. „Við erum mjög ánægð með þessa góða dóma sem fara fram úr okkar björtustu vonum," segir Eva María sem er með mörg verkefni í bígerð þessa stundina. „Ég byrja að vinna að næstu mynd á næsta ári en það er of snemmt að tala um það enn þá."-áp Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
„Toronto var frábær í ár og viðtökur áhorfenda við myndinni voru mjög góðar," segir framleiðandinn Eva María Daníels sem er nýkomin frá kvikmyndahátíðinni í Toronto þar sem hún var viðstödd frumsýningu myndarinnar What Maisie Knew. Eva María er einn af framleiðendum myndarinnar sem skartar Hollywood-stjörnunum Julianne Moore og Alexander Skarsgård í aðalhlutverkum. „Það er mikið af góðum myndum á hátíðinni og jákvæð og skemmtileg stemmning í borginni. Myndin var frumsýnd síðastliðið föstudagskvöld fyrir pakkfullan sal en myndin er í sérstökum World Premiere-flokki," segir Eva María en sérstakt frumsýningarpartý var haldið eftir á þar sem The Kills þeyttu skífum. What Maisie Knew hefur fengið góða dóma ytra. Kvikmyndaritið Variety og vefsíðan Screen Daily hafa lofað myndina í hástert. Myndin fjallar um ungu stúlkuna Maisie sem verður á milli í skilnaði foreldra sinna en nær að tengja við nýju maka þeirra sem sinna stúlkunni betur en foreldrarnir sjálfir. Samkvæmt gagnrýni Variety er What Maisie Knew talin eiga fullt erindi í kvikmyndahús. Bandaríski dreifingaraðilinn Millennium Entertainment hefur nú fest kaup á myndinni sem fer í almenna sýningu á næstu misserum. „Við erum mjög ánægð með þessa góða dóma sem fara fram úr okkar björtustu vonum," segir Eva María sem er með mörg verkefni í bígerð þessa stundina. „Ég byrja að vinna að næstu mynd á næsta ári en það er of snemmt að tala um það enn þá."-áp
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira