Enski boltinn

Chelsea fór bara með eitt stig frá Craven Cottage

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea er áfram í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á útivelli á móti Fulham í kvöld en Chelsea hefði náð fjórða sætinu af Tottenham með sigri. Clint Dempsey bjargaði stiginu með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Chelsea er tveimur stigum á eftir Tottenham og Newcastle sem eru jöfn í 4. og 5. sæti með 59 stig. Fulham komst upp í níunda sætið með því að ná í þetta stig.

Chelsea komst í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir að hafa fengið umdeilda vítaspyrnu þegar Salamon Kalou féll í teignum. Frank Lampard skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni.

Fulham jafnaði eftir tvær hornspyrnur Damien Duff í röð. Petr Cech varði skalla Aaron Hughes í þeirri fyrri en í þeirri seinni skallaði Clint Dempsey boltann í Gary Cahill og þaðan fór hann i markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×