Mjólkin fram og til baka milli landshluta - arfavitlaust segir bóndi 5. mars 2012 19:19 Kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum standa í stríði við Mjólkursamsöluna um lokun mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði og segja arfavitlaust að aka mjólkinni í aðra landshluta og síðan aftur að sunnan til neytenda fyrir vestan. Fyrir fjörutíu árum voru níutíu kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum en nú eru aðeins níu eftir. Bændurnir fáu sem eftir eru framleiða þó samtals meiri mjólk en allur fjöldinn gerði áður. Þau Björn Birkisson og Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni í Súgandafirði eru með eitt stærsta kúabúið. Björn segir að menn hafi verið að stækka búin og nánast öll tún á norðanverðum Vestfjörðum séu nýtt. Hann segir að mest hafi 129 framleiðendur lagt inn í mjólkursamlagið á Ísafirði. Starfsemi mjólkurstöðvarinnar var hins vegar hætt í fyrravor og nú er mjólkinni ekið til vinnslu í Búðardal og unnum mjólkurvörum ekið til Ísafjarðar úr Reykjavík, sem bóndanum þykir vera lítil skynsemi. Raunar arfavitlaust, segir Björn Birkisson. Áður fyrr voru algengustu mjólkurvörur framleiddar á Ísafirði, eins og nýmjólk, súrmjólk, smjör, rjómi og skyr. Þar störfuðu tólf manns, þegar mest var, en nú eru bara tveir eftir, sem aka mjólkurbíl og dreifa vörum að sunnan í verslanir. Landbúnaðarráðuneytið gekk í lið með bændunum fyrir áramót þegar það ákvað að skilyrða 20 milljóna króna verðmiðlunargjald til MS því að starfsemi yrði tekin upp að nýju í mjólkurstöðinni á Ísafirði. Forstjóri Mjólkursamsölunnar, Einar Sigurðsson, segir hins vegar litlar líkur á að það gerist. Mjólkurbúum hafi í hagræðingarskyni verið fækkað úr 17 niður í 6 á landinu og samt sé framleiðslugetan vannýtt. Hann segir tækjabúnað stöðvarinnar á Ísafirði úreltan, í ljósi þess að taka eigi upp nýjar mjólkurumbúðir, og rekstur hennar hafi verið óhagkvæmur. Bændurnir samþykkja ekki þá skýringu og segja að Mjólkursamsalan hafi neitað að leggja fram gögn sem styðji þær fullyrðingar. Helga Guðný segir þó sárast hve illa sé farið með neytendur á svæðinu. Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir unnið að því að koma annarri starfsemi í húsið og kveðst vongóðir um að þannig takist að skapa jafnvel fleiri störf en voru við mjólkurpökkun. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum standa í stríði við Mjólkursamsöluna um lokun mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði og segja arfavitlaust að aka mjólkinni í aðra landshluta og síðan aftur að sunnan til neytenda fyrir vestan. Fyrir fjörutíu árum voru níutíu kúabændur á norðanverðum Vestfjörðum en nú eru aðeins níu eftir. Bændurnir fáu sem eftir eru framleiða þó samtals meiri mjólk en allur fjöldinn gerði áður. Þau Björn Birkisson og Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni í Súgandafirði eru með eitt stærsta kúabúið. Björn segir að menn hafi verið að stækka búin og nánast öll tún á norðanverðum Vestfjörðum séu nýtt. Hann segir að mest hafi 129 framleiðendur lagt inn í mjólkursamlagið á Ísafirði. Starfsemi mjólkurstöðvarinnar var hins vegar hætt í fyrravor og nú er mjólkinni ekið til vinnslu í Búðardal og unnum mjólkurvörum ekið til Ísafjarðar úr Reykjavík, sem bóndanum þykir vera lítil skynsemi. Raunar arfavitlaust, segir Björn Birkisson. Áður fyrr voru algengustu mjólkurvörur framleiddar á Ísafirði, eins og nýmjólk, súrmjólk, smjör, rjómi og skyr. Þar störfuðu tólf manns, þegar mest var, en nú eru bara tveir eftir, sem aka mjólkurbíl og dreifa vörum að sunnan í verslanir. Landbúnaðarráðuneytið gekk í lið með bændunum fyrir áramót þegar það ákvað að skilyrða 20 milljóna króna verðmiðlunargjald til MS því að starfsemi yrði tekin upp að nýju í mjólkurstöðinni á Ísafirði. Forstjóri Mjólkursamsölunnar, Einar Sigurðsson, segir hins vegar litlar líkur á að það gerist. Mjólkurbúum hafi í hagræðingarskyni verið fækkað úr 17 niður í 6 á landinu og samt sé framleiðslugetan vannýtt. Hann segir tækjabúnað stöðvarinnar á Ísafirði úreltan, í ljósi þess að taka eigi upp nýjar mjólkurumbúðir, og rekstur hennar hafi verið óhagkvæmur. Bændurnir samþykkja ekki þá skýringu og segja að Mjólkursamsalan hafi neitað að leggja fram gögn sem styðji þær fullyrðingar. Helga Guðný segir þó sárast hve illa sé farið með neytendur á svæðinu. Forstjóri Mjólkursamsölunnar segir unnið að því að koma annarri starfsemi í húsið og kveðst vongóðir um að þannig takist að skapa jafnvel fleiri störf en voru við mjólkurpökkun.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“