Innlent

Íbúarnir fóru út úr brennandi húsi

mynd/egill
Eldur kom upp í húsi í Eikjuvogi í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru tveir íbúar í húsinu komnir út. Slökkviliðið náði hinsvegar tökum á eldinum á skömmum tíma og hefur nú slökkt hann. Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að tjón sé vegna elds og reyks en unnið er að því að reykræsta húsið. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×