Sigmundur Davíð: Venjulegir Íslendingar þurfa raunverulegar lausnir Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. september 2012 21:31 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Venjulegir Íslendingar, eins og hjúkrunarfræðingur í Kópavogi, einstæðir foreldrar á Akureyri og lögreglumaður á Þórshöfn glíma við vanda sem þarf að fást við með raunverulegum lausnum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Til að leysa þau þarf skynsemi og rökhyggju, en ekki blinda trú á að ein hugmyndafræði, til hægri eða vinstri, leysi allan vanda," sagði Sigmundur Davíð. „Vandi okkar hverfur ekki bara við að nokkrir hagfræðingar ríkisstjórnarinnar segi efnahagstölur hafa batnað. Vandi íslensku þjóðarinnar er ekki leystur fyrr en almenningur finnur það í sínu daglega lífi, heimli geta náð endum saman um mánaðarmót, og aldraðir og öryrkjar geta lifað mannsæmandi og áhyggjulausu lífi. Vandi okkar er ekki leystur fyrr en verðtryggðu húsnæðislánin hætta að éta upp sparifé fólks í hverjum mánuði, allir eiga jafna möguleika á menntun og heilbrigðisþjónustu og langtíma atvinnuleysi heyrir fortíðinni til," sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að vandi Íslendinga yrði ekki leystur fyrr en Íslendingar sjálfir trúa því að á Íslandi sé framtíðin björt og að hér verði gott að búa eftir tíu eða tuttugu ár. „Sem betur fer er staðreyndin sú að við höfum ríka ástæðu til að líta framtíðina björtum augum. Tækifærin eru óþrjótandi. Við munum nýta þau til að byggja upp þjónustugreinar, iðnað, landbúnað, sjávarútveg og ferðaþjónustu svo að enginn þurfi að hræðast atvinnuleysi," sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að Íslendingar myndu hefja olíuleit og undirbúa opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. „Við munum leita skynsamlegustu lausnarinnar á hverjum vanda og styrkjast við hverja raun. Því Ísland býr yfir svo gríðarlegum tækifærum og auðlindum til framtíðar að hér á enginn að þurfa að líða skort," sagði Sigmundur Davíð. Full ástæða væri fyrir Íslendinga að hafa óbilandi trú á möguleika okkar til að nýta sóknarfærin, með samvinnu, skynsemi og rökhyggju að leiðarljósi. Í því fælist lykillinn að framtíð íslensku þjóðarinnar. Tengdar fréttir Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. 12. september 2012 20:04 Jóhanna: Stóraukin fjárfesting Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili. 12. september 2012 20:01 Bjarni Ben: Alþingi bregðist við ástandinu fyrir norðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi bændum fyrir norðan og björgunarfólki baráttukveðjur, á Alþingi í kvöld. Hundruð björgunarsveitarmenn leita nú að þúsundum fjár sem fennt hefur yfir. 12. september 2012 20:17 Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili. 12. september 2012 21:18 Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí næstu fjögur ár Bjartsýni landsmanna hefur vaxið mánuði frá mánuði, ef marka má mælingar þar um, sagði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði að sumarið hefði verið hagfellt. "Strandveiðarnar hleyptu lífi í þorpin við sjávarsíðuna og erlendir ferðamenn streymdu til landsins í meiri fjölda en nokkru sinni," sagði Bjarni meðal annars. Nú væri þessu góða sumri lokið með harkalegum hvelli. 12. september 2012 21:02 Bjarni: Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. 12. september 2012 20:24 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Venjulegir Íslendingar, eins og hjúkrunarfræðingur í Kópavogi, einstæðir foreldrar á Akureyri og lögreglumaður á Þórshöfn glíma við vanda sem þarf að fást við með raunverulegum lausnum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. „Til að leysa þau þarf skynsemi og rökhyggju, en ekki blinda trú á að ein hugmyndafræði, til hægri eða vinstri, leysi allan vanda," sagði Sigmundur Davíð. „Vandi okkar hverfur ekki bara við að nokkrir hagfræðingar ríkisstjórnarinnar segi efnahagstölur hafa batnað. Vandi íslensku þjóðarinnar er ekki leystur fyrr en almenningur finnur það í sínu daglega lífi, heimli geta náð endum saman um mánaðarmót, og aldraðir og öryrkjar geta lifað mannsæmandi og áhyggjulausu lífi. Vandi okkar er ekki leystur fyrr en verðtryggðu húsnæðislánin hætta að éta upp sparifé fólks í hverjum mánuði, allir eiga jafna möguleika á menntun og heilbrigðisþjónustu og langtíma atvinnuleysi heyrir fortíðinni til," sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að vandi Íslendinga yrði ekki leystur fyrr en Íslendingar sjálfir trúa því að á Íslandi sé framtíðin björt og að hér verði gott að búa eftir tíu eða tuttugu ár. „Sem betur fer er staðreyndin sú að við höfum ríka ástæðu til að líta framtíðina björtum augum. Tækifærin eru óþrjótandi. Við munum nýta þau til að byggja upp þjónustugreinar, iðnað, landbúnað, sjávarútveg og ferðaþjónustu svo að enginn þurfi að hræðast atvinnuleysi," sagði Sigmundur Davíð. Hann bætti því við að Íslendingar myndu hefja olíuleit og undirbúa opnun nýrra siglingaleiða um norðurslóðir. „Við munum leita skynsamlegustu lausnarinnar á hverjum vanda og styrkjast við hverja raun. Því Ísland býr yfir svo gríðarlegum tækifærum og auðlindum til framtíðar að hér á enginn að þurfa að líða skort," sagði Sigmundur Davíð. Full ástæða væri fyrir Íslendinga að hafa óbilandi trú á möguleika okkar til að nýta sóknarfærin, með samvinnu, skynsemi og rökhyggju að leiðarljósi. Í því fælist lykillinn að framtíð íslensku þjóðarinnar.
Tengdar fréttir Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. 12. september 2012 20:04 Jóhanna: Stóraukin fjárfesting Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili. 12. september 2012 20:01 Bjarni Ben: Alþingi bregðist við ástandinu fyrir norðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi bændum fyrir norðan og björgunarfólki baráttukveðjur, á Alþingi í kvöld. Hundruð björgunarsveitarmenn leita nú að þúsundum fjár sem fennt hefur yfir. 12. september 2012 20:17 Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili. 12. september 2012 21:18 Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí næstu fjögur ár Bjartsýni landsmanna hefur vaxið mánuði frá mánuði, ef marka má mælingar þar um, sagði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði að sumarið hefði verið hagfellt. "Strandveiðarnar hleyptu lífi í þorpin við sjávarsíðuna og erlendir ferðamenn streymdu til landsins í meiri fjölda en nokkru sinni," sagði Bjarni meðal annars. Nú væri þessu góða sumri lokið með harkalegum hvelli. 12. september 2012 21:02 Bjarni: Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. 12. september 2012 20:24 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld. 12. september 2012 20:04
Jóhanna: Stóraukin fjárfesting Fjárfesting fyrstu sex mánuði ársins 2012 jókst um 19,3% samanborið við fyrstu sex mánuði ársins 2011, sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni í kvöld. Hún sagði að fjárfesting atvinnuvega hefði aukist um 27,1% og íbúðafjárfesting um 7,7% en fjárfesting hins opinbera dregist saman um 6,2% á sama tímabili. 12. september 2012 20:01
Bjarni Ben: Alþingi bregðist við ástandinu fyrir norðan Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sendi bændum fyrir norðan og björgunarfólki baráttukveðjur, á Alþingi í kvöld. Hundruð björgunarsveitarmenn leita nú að þúsundum fjár sem fennt hefur yfir. 12. september 2012 20:17
Mjög athyglisvert að Jóhanna hafi ekki minnst á aðildarviðræðurnar Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og samningamaður Íslands í aðildarviðræðum við ESB, segir að það sé mjög athyglisvert að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi ekki minnst einu orði á aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið í síðustu stefnuræðu sinni á þessu kjörtímabili. 12. september 2012 21:18
Steingrímur vill að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí næstu fjögur ár Bjartsýni landsmanna hefur vaxið mánuði frá mánuði, ef marka má mælingar þar um, sagði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á Alþingi í dag. Hann sagði að sumarið hefði verið hagfellt. "Strandveiðarnar hleyptu lífi í þorpin við sjávarsíðuna og erlendir ferðamenn streymdu til landsins í meiri fjölda en nokkru sinni," sagði Bjarni meðal annars. Nú væri þessu góða sumri lokið með harkalegum hvelli. 12. september 2012 21:02
Bjarni: Kaldar kveðjur frá Evrópuþinginu Evrópuþingið sendi Íslendingum í dag kaldar kveðjur og hótar viðskiptaþvingunum ef við látum ekki undan í makríldeilunni, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. 12. september 2012 20:24