Dæmigerðir ferðamenn: Barnlausir Ameríkanar sem eyða 370 þúsundum 23. janúar 2012 16:06 Íslensk náttúra og menning drógu ferðamennina til landsins. Mynd/Pjetur Hinn dæmigerði erlendi sumarferðamaður eru tæplega fertug bandarísk hjón sem koma barnlaus í 10 daga frí, skoða Gullfoss og Geysi og kaupa vöru og þjónustu fyrir 370.000 kr. Og þau ætla að koma aftur, ef marka má niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa lét framkvæma síðasta sumr á meðal erlendra ferðamanna. Sagt er frá könnuninni á vef iðnaðarráðuneytisins í dag um leið og þess er getið að rúmlega 565 þúsund erlendir ferðamenn hafi heimsótt Ísland á síðasta ári. Þar er um að ræða 15,8 prósent fjölgun frá fyrra ári. „Mikilvægi ferðaþjónustunnar fer stöðugt vaxandi fyrir samfélagið og hún er komin á bekk með sjávarútveginum og stóriðjunni þegar kemur að sköpun gjaldeyristekna," segir ennfremur. „Hjónin bandarísku ferðuðust á eigin vegum og þau notuðu netið til að afla sér upplýsinga um land og þjóð. Það var íslensk náttúra og menning öðru fremur sem dró þau hingað. Þau leigðu sér bílaleigubíl og gerðu víðreist m.a. um Suðurland og voru dugleg að fara í sund og náttúruböð, auk þess sem þau skoðuðu sýningar, fóru í hvalaskoðun og í útreiðartúr. Hjónin eru vel menntuð og með laun í góðu meðallagi og á ferðalaginu vörðu þau tæplega 370.000 kr. í alls kyns vöru og þjónustu," segir einnig. „Það er skemmst frá því að segja að þau voru mjög ánægð með ferðina og það sem stendur upp úr er náttúran, Bláa lónið, Reykjavík og íslensk gestrisni. Það kemur því ekki á óvart að þau stefna að því að koma aftur hingað til lands. Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að glöggva sig á könnuninni til að fá fyllri mynd af því hverjir það eru sem velja Ísland sem áfangastað og fá um leið skilning á því eftir hverju þeir eru að sækjast og hvað þykir vel gert og hvaða þætti megi betrumbæta. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hinn dæmigerði erlendi sumarferðamaður eru tæplega fertug bandarísk hjón sem koma barnlaus í 10 daga frí, skoða Gullfoss og Geysi og kaupa vöru og þjónustu fyrir 370.000 kr. Og þau ætla að koma aftur, ef marka má niðurstöður könnunar sem Ferðamálastofa lét framkvæma síðasta sumr á meðal erlendra ferðamanna. Sagt er frá könnuninni á vef iðnaðarráðuneytisins í dag um leið og þess er getið að rúmlega 565 þúsund erlendir ferðamenn hafi heimsótt Ísland á síðasta ári. Þar er um að ræða 15,8 prósent fjölgun frá fyrra ári. „Mikilvægi ferðaþjónustunnar fer stöðugt vaxandi fyrir samfélagið og hún er komin á bekk með sjávarútveginum og stóriðjunni þegar kemur að sköpun gjaldeyristekna," segir ennfremur. „Hjónin bandarísku ferðuðust á eigin vegum og þau notuðu netið til að afla sér upplýsinga um land og þjóð. Það var íslensk náttúra og menning öðru fremur sem dró þau hingað. Þau leigðu sér bílaleigubíl og gerðu víðreist m.a. um Suðurland og voru dugleg að fara í sund og náttúruböð, auk þess sem þau skoðuðu sýningar, fóru í hvalaskoðun og í útreiðartúr. Hjónin eru vel menntuð og með laun í góðu meðallagi og á ferðalaginu vörðu þau tæplega 370.000 kr. í alls kyns vöru og þjónustu," segir einnig. „Það er skemmst frá því að segja að þau voru mjög ánægð með ferðina og það sem stendur upp úr er náttúran, Bláa lónið, Reykjavík og íslensk gestrisni. Það kemur því ekki á óvart að þau stefna að því að koma aftur hingað til lands. Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að glöggva sig á könnuninni til að fá fyllri mynd af því hverjir það eru sem velja Ísland sem áfangastað og fá um leið skilning á því eftir hverju þeir eru að sækjast og hvað þykir vel gert og hvaða þætti megi betrumbæta.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira