Enski boltinn

Svívirðingunum rignir yfir Ferdinand

Anton Ferdinand, varnarmaður QPR, segist hafa mátt þola miklar svívirðingar úr stúkunni síðan hann sakaði John Terry, fyrirliði Chelsea, um kynþáttaníð í október.

"Sumar svívirðingarnar hafa verið mjög grófar og ég skil ekki af hverju það er verið að ráðast á mig. Ég tekst á við þær með því að einbeita mér að boltanum," sagði Ferdinand.

Terry hefur verið kærður vegna málsins sem verður tekið fyrir hjá dómstólum þann 9. júlí.

QPR og Chelsea mætast svo um næstu helgi og þar gætu þeir Ferdinand og Terry mæst á nýjan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×