Innlent

Wen hlýlegur í viðmóti og spurði mikið um Þingvelli

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur ræðir hér við Wen Jiabao á Þingvöllum í morgun.
Oddur Sigurðsson jarðfræðingur ræðir hér við Wen Jiabao á Þingvöllum í morgun. mynd/JMG
Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir Wen mjög hlýlegan mann og hann hafi haft mikinn áhuga á því sem Þingvellir hafa fram að færa.

Þingvellir skörtuðu sínu fegursta þegar Wen Jiabao og fylgdarlið hans heimsótti staðinn í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti honum og fylgdu hún og Ólafur Örn honum um svæðið.

„Við gengum út á Hakið og síðan að Lögbergi. Þar gafst tími til að tala um náttúrufar, hið forna þing og stöðu Þingvalla í hugum Íslendinga. Þetta vakti greinilega áhuga hjá honum jafnhliða því að hann þekkti þetta vel og spurði margra ágætra spurninga, segir Ólafur Örn.

Hann segir að það hafi verið afskaplega ánægjulegt að hitta Wen og það hafi verið gleði í hópum sem fylgdi honum.

„Hann var blátt áfram og hlýlegur í öllu viðmóti og hafði greinilega bæði mikla þekkingu á landi og sögu, Þingvöllum og sýndi þessu mikinn áhuga."

Því næst hélt bílalest Wen að Gullfoss og Geysi en í dag mun hann einnig skoða Kerið og Hellisheiðarvirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×