Fótbolti

Skoraði þrennu á 162 sekúndum

Finnska undrabarnið Joel Pohjanpalo, 17 ára, stimplaði sig heldur betur með stæl inn í finnsku úrvalsdeildina í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu.

Pohjanpalo spilar með HJK og þehar hans lið var undir 1-0 tók hann málin í sínar hendur.

Strákurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á aðeins 162 sekúndum sem hlýtur að vera ein besta, ef ekki sú besta, frumraun leikmanns í efstu deild.

Sjá má þessa ótrúlegu frammistöðu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×