Enski boltinn

Di Matteo: Frábær frammistaða hjá mínu liði

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, var sáttur við sitt lið eftir markalausa jafnteflið gegn Arsenal í dag. Leikur beggja liða olli vonbrigðum en Di Matteo var sáttur.

"Það er alltaf erfitt að mæta Arsenal hér og ef það hefðu verið meiri gæði í lokasendingunni hjá okkur þá hefði þessi leikur kannski endað öðruvísi," sagði Di Matteo.

"Þetta var samt frábær frammistaða hjá strákunum því við fengum nóg af færum og allir stóðu sig vel. Það er magnað að koma hingað og ná stigi. Þetta er okkar þriðji leikur á minna en sex dögum og það er magnað að fylgjast með strákunum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×