Innlent

Íslensk kúabú bæta heimsmet

Kúabú með mjaltaþjóna skiluðu afurðastöðvum 35,2 milljónum lítra af mjólk í fyrra.
Kúabú með mjaltaþjóna skiluðu afurðastöðvum 35,2 milljónum lítra af mjólk í fyrra. Fréttablaðið/GVA
Hlutfall mjólkur sem kemur frá búum með mjaltaþjóna er hæst í heimi hér á landi, eða 28,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda og vitnað í tölur NMSM, samtaka norrænna afurðastöva í mjólkuriðnaði.

„Fyrra metið var sett árið 2010 þegar dönsk kúabú með mjaltaþjóna skiluðu 26,9 prósentum heildarmagns mjólkur þar í landi,“ segir á vefnum.

Um síðustu áramót var 101 kúabú með mjaltaþjóna hér á landi og sum með fleiri en einn mjaltaþjón. Heildarfjöldi mjaltaþjóna á landinu öllu var sagður 120 um áramótin. - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×