Innlent

Fjölmenni í útgáfuhófi Gunnlaugs Jónssonar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson las upp úr bók sinni.
Gunnlaugur Jónsson las upp úr bók sinni. mynd/ gva.
Gunnlaugur Jónsson fjárfestir efndi til útgáfuhófs í verslun Eymundssonar í Reykjavík síðdegis. Bókin fjallar um mikilvægi þess að fólk taki ábyrgð á eigin ákvörðunum og hvernig læra megi af mistökum sem gerð voru í aðdraganda fjármálahrunsins 2008.

Á meðal gesta í hófinu voru meðal annars foreldrar hans, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pálsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ólafur Arnarson hagfræðingur, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, Hafsteinn Þór Hauksson, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands, Haukur Örn Birgisson hæstaréttarlögmaður, Ragnar Jónasson rithöfundur, auk fleiri.

Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var á ferðinni og smellti nokkrum myndum af gestum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×