Innlent

Kjartan fer ekki í tónleikaferðalag með Sigur Rós

Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós (lengst til vinstri
Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós (lengst til vinstri
Kjartan Sveinsson, hljómborðs- og gítarleikari Sigur Rósar, fer ekki með hljómsveitinni í tónleikaferðalag um heiminn í sumar. Hann segist þó ekki vera endanlega hættur í Sigur Rós.

Þetta segir Kjartan í viðtali við útvarpsþáttinn Rokkland á Rás 2 sem er á dagskrá á sunnudaginn. Á vef Ríkisútvarpsins er birt stutt upptaka úr þættinum sem verður fluttur um helgina.

Fyrir stuttu sagði Dr. Gunni frá því á bloggsíðu sinni að Kjartan væri hættur í hljómsveitinni og færi ekki í tónleikaferðalagið. Þær fréttir voru svo bornar til baka stuttu síðar af meðlimum og umboðsmanni Sigur Rósar.

Í þættinum á sunnudag spyr Óli Palli Kjartan hvort hann hafi hætt í hljómsveitinni og síðan hætt við að hætta. „Nei, það er nú ekki alveg satt. Ég er ekkert endanlega hættur í hljómsveitinni en ég ætla ekki á tónleikaferð núna," segir Kjartan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×