Segja enga ógn stafa af pilti sem stakk konu tólf sinnum Karen Kjartansdóttir skrifar 15. maí 2012 20:00 Samkvæmt áhættumati sem barnaverndaryfirvöld gerðu fyrir lögregluna stafar konu sem stungin var tólf sinnum í lok apríl ekki lengur ógn af árásarmanninum. Móðir konunnar segir að engan hefði getað grunað að drengurinn væri árásargjarn en það hafi samt reynst raunin. Við greindum frá því í fréttum okkar í gær að 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. „Ég bara velti því fyrir mér hvort þetta sé úrræðaleysi. Að kerfið viti ekki hvað það eigi að gera við svona unga afbrotamenn, hann er sautján að verða átján, er það vegna ungs aldur eða hvað veldur því að hann fær bara að vera laus. Og kemur út úr fangelsi og á sama degi og dóttir mín kemur heim af spítala?" sagði Guðný Björk Guðjónsdóttir, móðir fórnarlambsins. Í spurningu sem sendar voru á lögreglu í dag var meðal annars spurt um rökin fyrir því að konunni er ekki lengur talin stafa ógn af piltinum sem stakk hana með hnífi fyrir skömmu? Þá var einnig spurt hvort eitthvað hefði verið gert til að tryggja öryggi hennar. Í svörum lögreglu segir meðal annars að drengurinn hafi ekki áður komist í kast við lögregu- eða barnaverndaryfirvöld: Meginregla í íslensku réttarfari sé að óheimilt sé að úrskurða sakborning yngri en 18 ára í gæsluvarðhald Í þessu tiltekna máli var sakborningur fyrst úrskurðaður í 6 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Á grundvelli umrædds áhættumats, þeirrar könnunar sem fram fór á hans högum og annarra gagna málsins var ekki talin ástæða til að vista hann á viðeigandi stofnun, heldur talið hagfelldara að barnaverndaryfirvöld héldi áfram að vinna í hans málum. Sum sé í stað þess að bregða fæti fyrir drenginn og halda honum í áframhaldandi gæsluvarðhaldi var ákveðið að beita þeim úrræðum sem barnaverndaryfirvöld hafa upp á að bjóða. „Viku áður en þessi árás fór fram hefði engin geta sagt fyrir að akkúrat þessi maður myndi gera þetta. Hann sýndi enga tilburði til þess. Hver ætlar því að segja að annað eins geti ekki gerst? Þannig við ætlum bara forða okkur í smá tíma ég tek enga sénsa. segir Guðný Björk." Bergrún Sigurðardóttir hjá Drekaslóð segir að lögreglan verði að tryggja öryggi konunnar. Hún segir málið varpa ljósi á úrræðaleysi kerfisins. Standa verði vörð um þá sem verði fyrir ofbeldi. Árásin hafi verið mjög alvarleg og pilturinn virðist hættulegur umhverfi sínu. Ekki sé að undra að konan óttist um öryggi sitt og það verði lögreglan að tryggja. Tengdar fréttir Laus eftir að hafa stungið konu tólf sinnum - móðir konunnar óttaslegin 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. Konan undrar sig á því að lögreglan krefjist ekki frekara gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum og ætlar að flýja land. 14. maí 2012 18:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Samkvæmt áhættumati sem barnaverndaryfirvöld gerðu fyrir lögregluna stafar konu sem stungin var tólf sinnum í lok apríl ekki lengur ógn af árásarmanninum. Móðir konunnar segir að engan hefði getað grunað að drengurinn væri árásargjarn en það hafi samt reynst raunin. Við greindum frá því í fréttum okkar í gær að 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. „Ég bara velti því fyrir mér hvort þetta sé úrræðaleysi. Að kerfið viti ekki hvað það eigi að gera við svona unga afbrotamenn, hann er sautján að verða átján, er það vegna ungs aldur eða hvað veldur því að hann fær bara að vera laus. Og kemur út úr fangelsi og á sama degi og dóttir mín kemur heim af spítala?" sagði Guðný Björk Guðjónsdóttir, móðir fórnarlambsins. Í spurningu sem sendar voru á lögreglu í dag var meðal annars spurt um rökin fyrir því að konunni er ekki lengur talin stafa ógn af piltinum sem stakk hana með hnífi fyrir skömmu? Þá var einnig spurt hvort eitthvað hefði verið gert til að tryggja öryggi hennar. Í svörum lögreglu segir meðal annars að drengurinn hafi ekki áður komist í kast við lögregu- eða barnaverndaryfirvöld: Meginregla í íslensku réttarfari sé að óheimilt sé að úrskurða sakborning yngri en 18 ára í gæsluvarðhald Í þessu tiltekna máli var sakborningur fyrst úrskurðaður í 6 daga gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Á grundvelli umrædds áhættumats, þeirrar könnunar sem fram fór á hans högum og annarra gagna málsins var ekki talin ástæða til að vista hann á viðeigandi stofnun, heldur talið hagfelldara að barnaverndaryfirvöld héldi áfram að vinna í hans málum. Sum sé í stað þess að bregða fæti fyrir drenginn og halda honum í áframhaldandi gæsluvarðhaldi var ákveðið að beita þeim úrræðum sem barnaverndaryfirvöld hafa upp á að bjóða. „Viku áður en þessi árás fór fram hefði engin geta sagt fyrir að akkúrat þessi maður myndi gera þetta. Hann sýndi enga tilburði til þess. Hver ætlar því að segja að annað eins geti ekki gerst? Þannig við ætlum bara forða okkur í smá tíma ég tek enga sénsa. segir Guðný Björk." Bergrún Sigurðardóttir hjá Drekaslóð segir að lögreglan verði að tryggja öryggi konunnar. Hún segir málið varpa ljósi á úrræðaleysi kerfisins. Standa verði vörð um þá sem verði fyrir ofbeldi. Árásin hafi verið mjög alvarleg og pilturinn virðist hættulegur umhverfi sínu. Ekki sé að undra að konan óttist um öryggi sitt og það verði lögreglan að tryggja.
Tengdar fréttir Laus eftir að hafa stungið konu tólf sinnum - móðir konunnar óttaslegin 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. Konan undrar sig á því að lögreglan krefjist ekki frekara gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum og ætlar að flýja land. 14. maí 2012 18:56 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Laus eftir að hafa stungið konu tólf sinnum - móðir konunnar óttaslegin 28 ára gömul kona sem lifði af morðtilraun í Kópavogi í lok apríl furðar sig á því að árásarmaður hennar gangi laus. Hún hlaut tólf hnífstungur og óttast mjög að á hana verði ráðist aftur. Konan undrar sig á því að lögreglan krefjist ekki frekara gæsluvarðhalds yfir árásarmanninum og ætlar að flýja land. 14. maí 2012 18:56