Draumur hafsins afhjúpaður 6. nóvember 2012 11:00 Málverkið Draumur hafsins sem Rafaella Brizuela Sigurðardóttir bjó til er tilbúið. Fréttablaðið/Stefán "Ég er mjög ánægð með þetta. Þetta hefur allt heppnast ofsalega vel," segir Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún hefur lokið við risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159.Verkefnið hófst í byrjun september, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, og lauk í gær. Af því tilefni var haldið partí við listaverkið þar sem boðið var upp á heitt kakó, pinnamat og ís, auk þess sem DJ Margeir þeytti skífum. Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. Rafaella málaði fiska, haf og síðhærða stúlku á vegginn með aðstoð góðs fólks."Ég gerði fiskana, sjóinn og hárið fyrst. En um leið og stelpan var komin á málverkið byrjaði fólk að stoppa og skoða og spyrja. Mörgum finnst þetta ótrúlega flott." Rafallea er með nýtt verkefni í bígerð sem verður ef allt gengur að óskum unnið á Húsavík."Það voru strákar sem brutust inn til konu á Húsavík. Hún talaði við þessa stráka og foreldra þeirra og hugsaði svo með sér hvernig það væri að bjóða þessum krökkum að taka þátt í verkefni næsta sumar. Þau eru búin að finna vegg og vilja fá mig til að gera einhverja skemmtilega mynd með þeim," segir Rafaella, sem tekur fram að verkefnið sé á byrjunarstigi. - fbRafaella vígði verkið og klippti á borðann við fögnuð viðstaddra.Verkið stendur við Laugaveg, rétt fyrir ofan Hlemm. Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég er mjög ánægð með þetta. Þetta hefur allt heppnast ofsalega vel," segir Rafaella Brizuela Sigurðardóttir. Hún hefur lokið við risastórt málverk, sem kallast Draumur hafsins, á hundrað fermetra húsgafl á Laugavegi 159.Verkefnið hófst í byrjun september, eins og Fréttablaðið hefur greint frá, og lauk í gær. Af því tilefni var haldið partí við listaverkið þar sem boðið var upp á heitt kakó, pinnamat og ís, auk þess sem DJ Margeir þeytti skífum. Hugmyndin á bak við listaverkið kemur úr gamalli persneskri sögu úr bahái-trúnni og einnig úr íslenskri menningu. Rafaella málaði fiska, haf og síðhærða stúlku á vegginn með aðstoð góðs fólks."Ég gerði fiskana, sjóinn og hárið fyrst. En um leið og stelpan var komin á málverkið byrjaði fólk að stoppa og skoða og spyrja. Mörgum finnst þetta ótrúlega flott." Rafallea er með nýtt verkefni í bígerð sem verður ef allt gengur að óskum unnið á Húsavík."Það voru strákar sem brutust inn til konu á Húsavík. Hún talaði við þessa stráka og foreldra þeirra og hugsaði svo með sér hvernig það væri að bjóða þessum krökkum að taka þátt í verkefni næsta sumar. Þau eru búin að finna vegg og vilja fá mig til að gera einhverja skemmtilega mynd með þeim," segir Rafaella, sem tekur fram að verkefnið sé á byrjunarstigi. - fbRafaella vígði verkið og klippti á borðann við fögnuð viðstaddra.Verkið stendur við Laugaveg, rétt fyrir ofan Hlemm.
Menning Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira