Lífið

Tom Cruise spjallar við Leno í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom Cruise var staddur hér á Íslandi á dögunum.
Tom Cruise var staddur hér á Íslandi á dögunum.
Stórleikarinn Tom Cruise mun koma fram í spjallþætti Jay Leno á NBC í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu þáttarins. Það hefur gengið á ýmsu hjá Cruise. Hann fór af landi brott á mánudag eftir að tökum á myndinni Oblivion lauk hér við Veiðivötn. Á meðan Cruise var staddur hér á landi fékk hann tilkynningu um að eiginkona hans, Katie Holmes, krefðist skilnaðar og fulls forræðis yfir Suri, sex ára dóttur þeirra. Líklegast mun Cruise ræða bæði skilnaðinn og kvikmyndatökurnar hér á Íslandi við Leno.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.