Fótbolti

Beckham ekki valinn í Ólympíulið Breta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham
David Beckham Mynd/AP
David Beckham verður ekki með breska fótboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í London en hann staðfesti þetta í yfirlýsingu sem hann sendi Associated Press. Þetta kemur nokkuð á óvart en flestir bjuggust örugglega að Beckham yrði með breska liðinu á leikunum.

„Allir vita hversu mikils virði það hefur verið fyrir mig að spila fyrir hönd þjóðar minnar. Það hefði verið mikill heiður fyrir mig að fá að spila með þessu einstaka breska landsliði," sagði David Beckham í þessari yfirlýsingu.

„Auðvitað eru þetta mikil vonbrigði fyrir mig en það verður enginn meiri stuðningsmaður liðsins en ég. Eins og allir þá vonast ég eftir að liðið geti unnið gull," segir Beckham.

David Beckham er orðinn 37 ára gamall en hann spilar með liði Los Angeles Galaxy í bandarísku deildinni. Hann lék 115 landsleiki fyrir Englendinga á árunum 1996 til 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×