Þýska ofurfyrirsætan Heidi Klum, 39 ára, er vægast sagt dugleg að setja myndir af sjálfri sér á Twitter síðuna sína. Nú síðast setti hún meðfylgjandi mynd þar sem hún hoppar í rúminu sínu þetta líka svona glöð á svipinn eins og hún sé frelsinu fegin eftir að hún skildi við tónlistarmanninn Seal sem hún var gift í sjö ár.
Samhliða myndbirtingunni skrifaði Heidi: Yipppyyy!
Heidi á fjögur börn. Helene, Samuel, Lou, Johan og Leni. Elstu stúlkuna eignaðist hún áður en hún kynntist Seal.
Himinlifandi eftir skilnaðinn

Mest lesið


Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni




Hjarðhegðun Íslendinga
Lífið
