Innlent

Skelfileg umgengni í Heiðmörk

Rusl á víð og dreif.
Rusl á víð og dreif. mynd/BÞK
Vegfarandi sem átti leið um Heiðmörk í góða veðrinu í dag sendi fréttastofu tölvupóst í kvöld þar sem hann segir að sér hafi mætt sér skelfileg sjón á svæðinu í dag. Hann segir að hópur manna hafi verið með grillveislu og hreinlega skilið allt ruslið eftir sig. Ruslið var í pokum en fuglar og mýs voru búin að tæta gat á pokana svo draslið var á víð og dreif.

Hægt er að sjá ruslið á meðfylgjandi myndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×