Nei, þú átt ekki bílinn þinn Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 2. mars 2012 19:20 Innanríkisráðuneytið hefur í tvígang hafnað beiðnum fólks um að fá að vera skráðir eigendur bíla sinna í stað bílalánafyrirtækja. Lektor í lögfræði sakar stjórnvöld um meðvirkni með risunum á bankamarkaði. Hver á bílinn minn? Er spurning sem líklega hefur brunnið á vörum margra eftir að Hæstiréttur skar úr um að fjármögnunarleigusamningar væru í raun lánasamningar. Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að bílar með fyrrverandi gengislánum hafi verið skráðir sem eign eigenda sinna. Tæplega einn af hverjum fimm bílum sem fara um götur og vegi landins eru skráðir í eigu bílalánafyrirtækja - eða 43.365 bílar, samkvæmt Umferðarstofu. Þeirra á meðal var fjölskyldubíll Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, og manns hennar. Þau skulduðu lítið í bílnum þegar þau ákváðu í haust að óska eftir því við Umferðarstofu að eiginmaður hennar yrði skráður eigandi bílsins í stað bílalánafyrirtækisins. Tveir til viðbótar hafa gert slíkt hið sama. Öllum var neitað. Þau og annar bíleigandi til kærðu ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Eygló bendir á að eigendaskráningin sé forsenda þess að bankar geti vörslusvipt fólk bílum sínum án dómsúrskurðar, og því sé grundvallaratriði hver sé skráður eigandi. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk hafi greitt út meirihluta af andvirði bíla sinna, en tekið minnihlutann að láni séu þeir bílar skráðir í eigu bílalánafyrirtækja. Og á meðan hafi stjórnsýslan sofið. Úrskurðirnir féllu báðir núna í febrúar og eru samhljóða. Ákvörðun Umferðarstofu um að synja kröfu þeirra er staðfest, vegna þess að Umferðarstofa hafi ekki heimild til að skera úr ágreiningi um eignarhald. Eygló segir úrskurðina sýna getuleysi og ábyrgðarleysi íslenskrar stjórnsýslu. Ingibjörg Ingvadóttir, lögmaður og lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, segir úrskurðina lykta af því að menn taki bókstaf laganna fram yfir innihald. Það sé verulegur vafi um raunverulegt eignarhald á viðkomandi bílum eftir að Hæstiréttur hafi úrskurðað að leigusamningar hafi í raun verið lánasamningar. Hún átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki kortlagt umfangsmiklar afleiðingar gengisdóma Hæstaréttar - og meðal annars þann sem snúi að eigendaskráningu bíla. Viðbrögð þeirra hafi verið fumkennd og einkennst af meðvirkni með bankarisunum. Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur í tvígang hafnað beiðnum fólks um að fá að vera skráðir eigendur bíla sinna í stað bílalánafyrirtækja. Lektor í lögfræði sakar stjórnvöld um meðvirkni með risunum á bankamarkaði. Hver á bílinn minn? Er spurning sem líklega hefur brunnið á vörum margra eftir að Hæstiréttur skar úr um að fjármögnunarleigusamningar væru í raun lánasamningar. Það hefur hins vegar ekki leitt til þess að bílar með fyrrverandi gengislánum hafi verið skráðir sem eign eigenda sinna. Tæplega einn af hverjum fimm bílum sem fara um götur og vegi landins eru skráðir í eigu bílalánafyrirtækja - eða 43.365 bílar, samkvæmt Umferðarstofu. Þeirra á meðal var fjölskyldubíll Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, og manns hennar. Þau skulduðu lítið í bílnum þegar þau ákváðu í haust að óska eftir því við Umferðarstofu að eiginmaður hennar yrði skráður eigandi bílsins í stað bílalánafyrirtækisins. Tveir til viðbótar hafa gert slíkt hið sama. Öllum var neitað. Þau og annar bíleigandi til kærðu ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins. Eygló bendir á að eigendaskráningin sé forsenda þess að bankar geti vörslusvipt fólk bílum sínum án dómsúrskurðar, og því sé grundvallaratriði hver sé skráður eigandi. Jafnvel í þeim tilvikum þar sem fólk hafi greitt út meirihluta af andvirði bíla sinna, en tekið minnihlutann að láni séu þeir bílar skráðir í eigu bílalánafyrirtækja. Og á meðan hafi stjórnsýslan sofið. Úrskurðirnir féllu báðir núna í febrúar og eru samhljóða. Ákvörðun Umferðarstofu um að synja kröfu þeirra er staðfest, vegna þess að Umferðarstofa hafi ekki heimild til að skera úr ágreiningi um eignarhald. Eygló segir úrskurðina sýna getuleysi og ábyrgðarleysi íslenskrar stjórnsýslu. Ingibjörg Ingvadóttir, lögmaður og lektor í lögfræði við Háskólann á Bifröst, segir úrskurðina lykta af því að menn taki bókstaf laganna fram yfir innihald. Það sé verulegur vafi um raunverulegt eignarhald á viðkomandi bílum eftir að Hæstiréttur hafi úrskurðað að leigusamningar hafi í raun verið lánasamningar. Hún átelur stjórnvöld fyrir að hafa ekki kortlagt umfangsmiklar afleiðingar gengisdóma Hæstaréttar - og meðal annars þann sem snúi að eigendaskráningu bíla. Viðbrögð þeirra hafi verið fumkennd og einkennst af meðvirkni með bankarisunum.
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira