NFL: New Orleans og Houston áfram | Tveir leikir í kvöld 8. janúar 2012 11:45 Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, átti stórkostlegan leik í nótt og hann er hér á flugi í leiknum. Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst í nótt með tveimur leikjum. Hið sjóðheita lið New Orleans Saints þaggaði niður í ljónunum frá Detroit og Houston Texans vann einnig sannfærandi sigur á Cincinnati. Það var búist við miklu skori í leik New Orleans og Detroit enda voru þar að mætast leikstjórnendur sem höfðu farið mikinn í vetur og báðir kastað yfir 5.000 jarda á tímabilinu. Þeir ollu ekki vonbrigðum. Detroit byrjaði leikinn betur og leiddi framan af en New Orleans tók leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og skoraði fimm snertimörk í fimm sóknum. Hinn ungi leikstjórnandi Detroit, Matthew Stafford, var alveg magnaður framan af en þegar á reyndi í síðari hálfleik gerði hann dýrmæt mistök sem hinn reyndi leikstjórnandi New Orleans, Drew Brees, refsaði honum grimmilega fyrir. Brees og sóknarlið Saints nældi í samtals 626 jarda í leiknum sem er NFL-met. Lokatölur 45-28 og New Orleans sækir San Francisco heim um næstu helgi. Houston lagði Cincinnati, 31-10, í sögulegum leik en þetta var í fyrsta skipti sem lið mætast í úrslitakeppninni með nýliða sem leikstjórnendur. Cincinnati gerði of mikið af mistökum og sigur Texans aldrei í hættu. Houston mun mæta Baltimore Ravens í næstu umferð. Í kvöld fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 tekur NY Giants á móti Atlanta Falcons og klukkan 21.30 er komið að Tim Tebow og félögum í Denver Broncos en þeir taka á móti Pittsburgh Steelers. Báðir leikirnir verða í beinni á ESPN America sem má finna á fjölvarpi Digital Ísland.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira