Eins og kunnugt er standa þessa dagana yfir upptökur hér á landi á stórmyndinni Thor 2 um ofurhetjuna sem byggð er á ásnum Þór.
Sést hefur til leikara myndarinnar, svo sem þeirra Chris Hemsworth, Zachary Levi og Toms Hiddleston, í Reykjavík síðustu daga en þeir hafa nú fært sig á Suðurland.
Þannig hefur annað tökulið myndarinnar verið við Skógafoss síðustu daga en þar að auki hefur verið greint frá því að tökur muni fara fram í Fjarðarárgljúfri og í Landmannalaugum.
- áp, mþl
Ofurhetjuás á Suðurlandi
