Bjarni Benediktsson: Undarlegt samstarf og örvæntingafullt 14. maí 2012 23:00 „Já, er það ekki dálítið athyglisvert að við heyrum það frá Hreyfingunni að ríkisstjórnin njóti ekki meirihlutastuðnings á þinginu? Mér finnst það mjög athyglisvert að Jóhanna [Sigurðardóttir] og Steingrímur [J. Sigfússon] telji stöðu sína svo veika, eftir ráðherrakapalinn síðasta vetur, að þau finni sig knúin til þess að funda með Hreyfingunni til þess að verja ríkisstjórnina falli," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík síðdegis. Hreyfingin tilkynnti það fyrr í dag að þingmenn hennar væru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem Hreyfingin telur brenna helst á þjóðinni. Þessi mál eru meðal annars þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, persónukjör, leiðir til almennrar skuldaleiðréttingar og afnám verðtryggingar, sem og framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins eins og fram kom í tilkynningu frá Hreyfingunni í dag. Bjarni segir tíðindin þó ekki koma á óvart, enda legið óformlega fyrir síðan um jólin að ríkisstjórnin leitaði til Hreyfingarinnar um stuðning. Bjarni segir verkefni ríkisstjórnarinnar hafa mótast af þessu óformlega sambandi, meðal annars með ákærunum gegn Geir H. Haarde. Bjarni segir hinsvegar öðrum spurningum ósvarað, svo sem hversvegna Hreyfingin hafi greitt atkvæði með tillögu um vantraust á ríkisstjórn sem var felld á þinginu fyrr í vetur. „Þetta er allt afskaplega undarlegt í mín eyru," sagði Bjarni sem telur ríkisstjórnina búa við kreppu og Hreyfinguna í alvarlegri málefnakreppu. „Enda er hún að þurrkast út í öllum mælingum," bætir Bjarni við sem telur útspil Hreyfingarinnar örvæntingarfullt. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér. Tengdar fréttir Tilbúin að verja ríkisstjórnina falli Þingmenn Hreyfingarinnar eru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem flokkurinn telur brenna helst á þjóðinni. Þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir funduðu í gær með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, formönnum ríkisstjórnarflokanna eftir að þau sendu þeim bréf um hugsanlegt samstarf. 14. maí 2012 14:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Já, er það ekki dálítið athyglisvert að við heyrum það frá Hreyfingunni að ríkisstjórnin njóti ekki meirihlutastuðnings á þinginu? Mér finnst það mjög athyglisvert að Jóhanna [Sigurðardóttir] og Steingrímur [J. Sigfússon] telji stöðu sína svo veika, eftir ráðherrakapalinn síðasta vetur, að þau finni sig knúin til þess að funda með Hreyfingunni til þess að verja ríkisstjórnina falli," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Reykjavík síðdegis. Hreyfingin tilkynnti það fyrr í dag að þingmenn hennar væru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem Hreyfingin telur brenna helst á þjóðinni. Þessi mál eru meðal annars þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, persónukjör, leiðir til almennrar skuldaleiðréttingar og afnám verðtryggingar, sem og framtíðarfyrirkomulag fiskveiðistjórnunarkerfisins eins og fram kom í tilkynningu frá Hreyfingunni í dag. Bjarni segir tíðindin þó ekki koma á óvart, enda legið óformlega fyrir síðan um jólin að ríkisstjórnin leitaði til Hreyfingarinnar um stuðning. Bjarni segir verkefni ríkisstjórnarinnar hafa mótast af þessu óformlega sambandi, meðal annars með ákærunum gegn Geir H. Haarde. Bjarni segir hinsvegar öðrum spurningum ósvarað, svo sem hversvegna Hreyfingin hafi greitt atkvæði með tillögu um vantraust á ríkisstjórn sem var felld á þinginu fyrr í vetur. „Þetta er allt afskaplega undarlegt í mín eyru," sagði Bjarni sem telur ríkisstjórnina búa við kreppu og Hreyfinguna í alvarlegri málefnakreppu. „Enda er hún að þurrkast út í öllum mælingum," bætir Bjarni við sem telur útspil Hreyfingarinnar örvæntingarfullt. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Tilbúin að verja ríkisstjórnina falli Þingmenn Hreyfingarinnar eru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem flokkurinn telur brenna helst á þjóðinni. Þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir funduðu í gær með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, formönnum ríkisstjórnarflokanna eftir að þau sendu þeim bréf um hugsanlegt samstarf. 14. maí 2012 14:38 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Tilbúin að verja ríkisstjórnina falli Þingmenn Hreyfingarinnar eru tilbúnir að verja ríkisstjórnina falli takist samningar um framgang ákveðna mála sem flokkurinn telur brenna helst á þjóðinni. Þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir funduðu í gær með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni, formönnum ríkisstjórnarflokanna eftir að þau sendu þeim bréf um hugsanlegt samstarf. 14. maí 2012 14:38