Fótbolti

Arnar Þór og félagar í Evrópudeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson í leik með Cercle Brugge.
Arnar Þór Viðarsson í leik með Cercle Brugge. Nordic Photos / Getty Images
Belgíska félagið Cercle Brugge tryggði sér í kvöld þátttökurétt í Evrópudeild UEFA fyrir næsta tímabil eftir sigur á Mons í umspili um Evrópusæti.

Cercle Brugge vann 3-2 sigur í leik liðanna í kvöld en liðið hafði unnið fyrri leikinn á útivelli, 1-0. Arnar Þór lék að venju allan leikinn fyrir Cercle Brugge en hann hefur átt frábært tímabil með liðinu.

Í mars var hefðbundinni deildakeppni hætt og liðunum í 7.-14. sæti skipt í tvo riðla. Sigurvegarar riðlanna, Cercle Brugge og Mons, mættust svo í lokaúrslitum þar sem eitt sæti í Evrópudeild UEFA var í húfi. Cercle Brugge hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar en Mons því tíunda.

Cercle Brugge keppti síðast í Evrópudeildinni haustið 2010 en komst þá ekki í aðalkeppnina. Arnar Þór hefur verið í herbúðum Cercle Brugge frá 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×