Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitaði í nótt að 12 ára dreng sem tilkynnt var um að væri horfinn af herbergi sínu á hóteli í Mjölnisholti í Reykjavík.
Leit hófst í nágrenni hótelsins af drengnum, sem hafði verið sofandi. Drengurinn sem á það til að ganga í svefni fannst síðar inni á öðru herbergi hótelsins.
